Innlent Börn gáfu jólapakka Það ríkti gleði og sannkallaður jólaandi í Húsaskóla í dag þar sem börn úr fyrsta og öðrum bekk gáfu jólapakka til Mæðrastyrksnefndar. Það er mikilvægt að allir fái eitthvað fallegt um jólin sögðu börnin. Innlent 16.12.2005 20:01 VR félagar minntir á kjarasamninga og rétt til hvíldar Nú stendur yfir ein mesta vinnutörn ársins hjá verslunarmönnum. Á undanförnum árum hefur verið gert stórátak í því að hjálpa þeim að gæta réttar síns á þessum árstíma. Talsvert hefur borið á því undanfarin ár að réttur verslunarmanna til hvíldartíma hefur gleymst í nóvember og desember þegar verslanir eru oft opnar í tólf tíma á sólarhring eða meira. Innlent 16.12.2005 19:49 Baugur enn í kauphugleiðingum Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. Innlent 16.12.2005 20:04 Morgunblaðið kaupir í Blaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, keypti í dag helmings hlut í Ári og degi sem gefur Blaðið út. Ekkert er gefið upp um kaupverð en Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og dags, segir greitt fyrir hlutaféð hvort tveggja með greiðslum til fyrri hluthafa og eins með peningi sem lagður er í félagið. Innlent 16.12.2005 20:17 Ósáttur við að greiða tvær milljónir fyrir rafmagn Eigandi býlis í Ölfusi er ekki sáttur við að hafa þurft að greiða hátt í tvær milljónir króna til að fá rafmagn heim. Innlent 16.12.2005 20:06 Dómsmálaráðherra ætlar að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins Innlent 16.12.2005 19:55 Ríkisstjórnin styður Árna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að Árni Magnússon félagsmálaráðherra hafi sinn stuðning og ríkisstjórnarinnar Innlent 16.12.2005 19:53 Karlmaður slapp án meiðsla Karlmaður slapp án meiðsla þegar bíll sem hann ók valt á veginum sunnan við Hrófsá rétt eftir klukkan tvö í dag Innlent 16.12.2005 19:46 Baugur að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur? Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. Innlent 16.12.2005 19:14 Íslensk stjórnvöld ætla ekki að hefja sjálfstæða rannsókn á fangaflugi Íslensk stjórnvöld hyggjast veita Evrópuþinginu allar þær upplýsingar sem gætu komið að góðum notum við rannsókn Evrópuráðsins á meintu fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og tilurð meintra leynifangelsa. Ríkisstjórnin ætlar þó ekki að hefja sjálfstæða rannsókn samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu. Innlent 16.12.2005 18:31 Útgáfa fyrir 13 milljarða í vikunni Erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um þrettán milljarða króna í þessari viku. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum er því komin í tæpa hundra fimmtíu og tvo milljaðra króna. Innlent 16.12.2005 17:55 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 3,1 prósent Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að um 3,1 prósent í nóvember frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Fasteignamati ríkisins. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 49 prósent en um 35,5 prósent síðastliðna tólf mánuði. Innlent 16.12.2005 17:59 Dómsmálaráðherra ósammála gagnrýni mannréttindafulltrúa Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir flest þau atriði sem mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins gerði athugasemdir við. Innlent 16.12.2005 17:28 Fimm fengu samtals hundrað milljónir Fimm stærstu kúabú landsins fengu samanlagt rúmar hundrað milljónir króna í styrki úr ríkissjóði á síðasta verðlagsári. Árlega eru greiddir fjórir milljarðar króna í styrki til búvöruframleiðslu og þar af fer um helmingur í mjólkurframleiðslu. Innlent 16.12.2005 16:48 Fundu fíkniefni og þýfi við húsleit í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á talsvert magn af ætluðum fíkniefnum og ýmsum tækjum sem talin eru þýfi við húsleit í bænum í gær. Að fengnum dómsúrskurði réðst lögreglan inn og lagði hald á ríflega 100 grömm af amfetamíni, yfir 100 grömm af hassi og rúmlega 200 LSD-skammta. Innlent 16.12.2005 16:30 66 þúsund krónur fyrir laxinn Dæmi eru um að hver veiddur lax úr einni á hafi kostað veiðimanninn 66 þúsund krónur í sumar en meðalverð úr sextán ám var tuttugu og átta þúsund krónur á laxinn. Innlent 16.12.2005 14:49 Mjólka mótmælir úreltum reglum Mjólka ehf. hefur sent landbúnaðaráðherra bréf þar sem þeir mótmæla harðlega að þurfa gefa upp trúnaðarupplýsingar til samkeppnisaðila. Tilefni mótmælanna er krafa Bændasamtaka Íslands á hendur Mjólku um skil á skýrslum á framleiðslu, sölu og birgðir mjólkurvara en Mjólka ehf. hóf nýlega framleiðslu mjólkurafurða án ríkisstyrkja. Innlent 16.12.2005 14:52 216 milljóna króna munur í útboðinu Tvö hundruð og sextán milljóna króna munur var á hæsta og lægsta tilboði í frárennslisskurð við Kárahnjúkavirkjun. Lægst bauð Héraðsverk á Egilsstöðum, 240 milljónir, sem er 126 milljónum undir kostnaðaráætlun, en hæsta boð átti KNH á Ísafirði, 455 milljónir, sem er 90 milljónum yfir kostnaðaráætlun. Innlent 16.12.2005 14:45 Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkir kjarasamning Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkti nýgerðan kjarasamning við borgina með 94 prósentum greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 2525 manns en atkvæði greiddu 1025 eða 40 prósent félagsmanna. Innlent 16.12.2005 14:44 Íslendingar fá að veiða 17,6% af kolmunastofninum Íslendingar fá að veiða 17,6 prósent af kolmunastofninum í Norður-Atlantshafi samkvæmt samkomulagi sem undirritað var á strandríkjafundi Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og fulltrúa Evrópusambandsins í Ósló í morgun. Innlent 16.12.2005 13:32 Norðurlöndin standa saman að framleiðslu bóluefnis Heilbrigðisráðherrar Norðurlanda náðu sátt um það rétt fyrir hádegi að Norðurlöndin muni standa saman að framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu. Um tvær leiðir er að ræða en það á eftir að ákveða hvor leiðin verður farin: annars vegar er um að ræða samning við einkaaðila með opinberri þátttöku, en hins vegar að danska sóttvarnarstofnunin hefði yfirumsjón með verkefninu. Innlent 16.12.2005 13:06 Avion skráð á íslenskan hlutabréfamarkað Avion Group tilkynnti nú fyrir nokkrum mínútum að félagið verði skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í næsta mánuði. Avion er risi á íslenskum fjármálamarkaði. Velta fyrirtækisins á yfirstandandi fjárhagsári er tæplega 120 milljarðar íslenskra króna. Innlent 16.12.2005 12:07 Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi í morgun fyrir að skera leigubílstjóra á háls í fyrrasumar. Dómurinn hafði áður sýknað manninn en Hæstiréttur vísaði málinu aftur í hérað. Innlent 16.12.2005 11:22 Flestir með nettengingu á Íslandi af norrænu þjóðunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd Netinu en annars staðar á Norðurlöndum að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofunni. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með nettengingu á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra, 64% norskra og 54% finnskra heimila gátu tengst Netinu. Innlent 16.12.2005 08:47 Tölvunotendur læsi þráðlausri nettengingu Tölvunotendur verða að gæta þess að læsa þráðlausri nettengingu til að koma í veg fyrir að óprúttnir náungar geti hlaðið niður efni á þeirra kostnað og hugsanlega stolið fé úr heimabanka þeirra. Þetta segir sérfræðingur í tölvuöryggi. Innlent 15.12.2005 23:41 Fleiri fíkniefnamál en í fyrra Fjöldi skráðra mála hjá svonefndri götudeild fíkniefnadeildar Lögreglunnar í Reykjavík það sem af er árinu fór yfir 200 í vikunni samanborið við 150 mál allt árið í fyrra og talsvert færri árið þar áður. Þá var lagt hald á mun meira af fíkniefnum en í fyrra, en um er að ræða efni sem komist hafa í gegn um tollleit og eru komin í smásölu á götunni. Innlent 16.12.2005 07:46 Neitar að hafa ætlað að dreifa efninu Maðurinn, sem var handtekinn í vikunni eftir að hátt í tvö hundruð kannabisplöntur og nokkur kíló af fíkniefnum úr þess háttar plöntum fundust í vörslu hans, neitar að hafa ætlað að dreifa efninu og selja það. Innlent 16.12.2005 07:24 Bréf Magnúsar Þórs skoðað af Ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri segist hafa móttekið bréf Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns, og hann sé að skoða það. Magnús Þór sendi ríkislögreglustjóra bréf í kjölfar útvarpsviðtals þar sem Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður, ræddi störf fyrrverandi forstjóra Byggðastofnunar. Í útvarpsviðtalinu bar Kristinn ýmsar ásakanir á hendur fyrrum forstjóra Byggðastofnunar, sem gætu varðað við lög reynist þær réttar. Innlent 15.12.2005 21:32 Aukin fríverslun með landbúnaðarvörur gagnast einnig þróunarlöndunum Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðisofnunar HÍ, segir að afnemi Íslendingar innflutningshöft á landbúnaðarvörum lækki það matvælaverð umtalsvert. Þá segir Tryggvi að gangi Íslendingar úr hinum íhaldssama G10 hópi innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, myndi það styðja enn frekari fríverslun með landbúnaðarvörur. Slíkt myndi ekki bara gagnast íslenskum neytendum heldur einnig þróunarlöndunum. Innlent 15.12.2005 21:09 Fleiri Íslendingar tengdir internetinu en á hinum Norðurlöndunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd interneti en annars staðar á Norðurlöndum að því er kemur fram í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með tengingu við internet á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra heimila, 64% norskra heimila og 54% finnskra heimila gátu tengst interneti. Notkun háhraðatenginga er einnig útbreiddari meðal heimila hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Internetnotkun einstaklinga er algengust hér á landi en 73-81% einstaklinga á aldrinum 16-74 ára notuðu internet annars staðar á Norðurlöndum í byrjun árs 2005 á móti 86% Íslendinga. Innlent 15.12.2005 21:37 « ‹ ›
Börn gáfu jólapakka Það ríkti gleði og sannkallaður jólaandi í Húsaskóla í dag þar sem börn úr fyrsta og öðrum bekk gáfu jólapakka til Mæðrastyrksnefndar. Það er mikilvægt að allir fái eitthvað fallegt um jólin sögðu börnin. Innlent 16.12.2005 20:01
VR félagar minntir á kjarasamninga og rétt til hvíldar Nú stendur yfir ein mesta vinnutörn ársins hjá verslunarmönnum. Á undanförnum árum hefur verið gert stórátak í því að hjálpa þeim að gæta réttar síns á þessum árstíma. Talsvert hefur borið á því undanfarin ár að réttur verslunarmanna til hvíldartíma hefur gleymst í nóvember og desember þegar verslanir eru oft opnar í tólf tíma á sólarhring eða meira. Innlent 16.12.2005 19:49
Baugur enn í kauphugleiðingum Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. Innlent 16.12.2005 20:04
Morgunblaðið kaupir í Blaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, keypti í dag helmings hlut í Ári og degi sem gefur Blaðið út. Ekkert er gefið upp um kaupverð en Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og dags, segir greitt fyrir hlutaféð hvort tveggja með greiðslum til fyrri hluthafa og eins með peningi sem lagður er í félagið. Innlent 16.12.2005 20:17
Ósáttur við að greiða tvær milljónir fyrir rafmagn Eigandi býlis í Ölfusi er ekki sáttur við að hafa þurft að greiða hátt í tvær milljónir króna til að fá rafmagn heim. Innlent 16.12.2005 20:06
Dómsmálaráðherra ætlar að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins Innlent 16.12.2005 19:55
Ríkisstjórnin styður Árna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að Árni Magnússon félagsmálaráðherra hafi sinn stuðning og ríkisstjórnarinnar Innlent 16.12.2005 19:53
Karlmaður slapp án meiðsla Karlmaður slapp án meiðsla þegar bíll sem hann ók valt á veginum sunnan við Hrófsá rétt eftir klukkan tvö í dag Innlent 16.12.2005 19:46
Baugur að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur? Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. Innlent 16.12.2005 19:14
Íslensk stjórnvöld ætla ekki að hefja sjálfstæða rannsókn á fangaflugi Íslensk stjórnvöld hyggjast veita Evrópuþinginu allar þær upplýsingar sem gætu komið að góðum notum við rannsókn Evrópuráðsins á meintu fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og tilurð meintra leynifangelsa. Ríkisstjórnin ætlar þó ekki að hefja sjálfstæða rannsókn samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu. Innlent 16.12.2005 18:31
Útgáfa fyrir 13 milljarða í vikunni Erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um þrettán milljarða króna í þessari viku. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum er því komin í tæpa hundra fimmtíu og tvo milljaðra króna. Innlent 16.12.2005 17:55
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 3,1 prósent Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að um 3,1 prósent í nóvember frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Fasteignamati ríkisins. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 49 prósent en um 35,5 prósent síðastliðna tólf mánuði. Innlent 16.12.2005 17:59
Dómsmálaráðherra ósammála gagnrýni mannréttindafulltrúa Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir flest þau atriði sem mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins gerði athugasemdir við. Innlent 16.12.2005 17:28
Fimm fengu samtals hundrað milljónir Fimm stærstu kúabú landsins fengu samanlagt rúmar hundrað milljónir króna í styrki úr ríkissjóði á síðasta verðlagsári. Árlega eru greiddir fjórir milljarðar króna í styrki til búvöruframleiðslu og þar af fer um helmingur í mjólkurframleiðslu. Innlent 16.12.2005 16:48
Fundu fíkniefni og þýfi við húsleit í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á talsvert magn af ætluðum fíkniefnum og ýmsum tækjum sem talin eru þýfi við húsleit í bænum í gær. Að fengnum dómsúrskurði réðst lögreglan inn og lagði hald á ríflega 100 grömm af amfetamíni, yfir 100 grömm af hassi og rúmlega 200 LSD-skammta. Innlent 16.12.2005 16:30
66 þúsund krónur fyrir laxinn Dæmi eru um að hver veiddur lax úr einni á hafi kostað veiðimanninn 66 þúsund krónur í sumar en meðalverð úr sextán ám var tuttugu og átta þúsund krónur á laxinn. Innlent 16.12.2005 14:49
Mjólka mótmælir úreltum reglum Mjólka ehf. hefur sent landbúnaðaráðherra bréf þar sem þeir mótmæla harðlega að þurfa gefa upp trúnaðarupplýsingar til samkeppnisaðila. Tilefni mótmælanna er krafa Bændasamtaka Íslands á hendur Mjólku um skil á skýrslum á framleiðslu, sölu og birgðir mjólkurvara en Mjólka ehf. hóf nýlega framleiðslu mjólkurafurða án ríkisstyrkja. Innlent 16.12.2005 14:52
216 milljóna króna munur í útboðinu Tvö hundruð og sextán milljóna króna munur var á hæsta og lægsta tilboði í frárennslisskurð við Kárahnjúkavirkjun. Lægst bauð Héraðsverk á Egilsstöðum, 240 milljónir, sem er 126 milljónum undir kostnaðaráætlun, en hæsta boð átti KNH á Ísafirði, 455 milljónir, sem er 90 milljónum yfir kostnaðaráætlun. Innlent 16.12.2005 14:45
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkir kjarasamning Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkti nýgerðan kjarasamning við borgina með 94 prósentum greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 2525 manns en atkvæði greiddu 1025 eða 40 prósent félagsmanna. Innlent 16.12.2005 14:44
Íslendingar fá að veiða 17,6% af kolmunastofninum Íslendingar fá að veiða 17,6 prósent af kolmunastofninum í Norður-Atlantshafi samkvæmt samkomulagi sem undirritað var á strandríkjafundi Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og fulltrúa Evrópusambandsins í Ósló í morgun. Innlent 16.12.2005 13:32
Norðurlöndin standa saman að framleiðslu bóluefnis Heilbrigðisráðherrar Norðurlanda náðu sátt um það rétt fyrir hádegi að Norðurlöndin muni standa saman að framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu. Um tvær leiðir er að ræða en það á eftir að ákveða hvor leiðin verður farin: annars vegar er um að ræða samning við einkaaðila með opinberri þátttöku, en hins vegar að danska sóttvarnarstofnunin hefði yfirumsjón með verkefninu. Innlent 16.12.2005 13:06
Avion skráð á íslenskan hlutabréfamarkað Avion Group tilkynnti nú fyrir nokkrum mínútum að félagið verði skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í næsta mánuði. Avion er risi á íslenskum fjármálamarkaði. Velta fyrirtækisins á yfirstandandi fjárhagsári er tæplega 120 milljarðar íslenskra króna. Innlent 16.12.2005 12:07
Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi í morgun fyrir að skera leigubílstjóra á háls í fyrrasumar. Dómurinn hafði áður sýknað manninn en Hæstiréttur vísaði málinu aftur í hérað. Innlent 16.12.2005 11:22
Flestir með nettengingu á Íslandi af norrænu þjóðunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd Netinu en annars staðar á Norðurlöndum að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofunni. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með nettengingu á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra, 64% norskra og 54% finnskra heimila gátu tengst Netinu. Innlent 16.12.2005 08:47
Tölvunotendur læsi þráðlausri nettengingu Tölvunotendur verða að gæta þess að læsa þráðlausri nettengingu til að koma í veg fyrir að óprúttnir náungar geti hlaðið niður efni á þeirra kostnað og hugsanlega stolið fé úr heimabanka þeirra. Þetta segir sérfræðingur í tölvuöryggi. Innlent 15.12.2005 23:41
Fleiri fíkniefnamál en í fyrra Fjöldi skráðra mála hjá svonefndri götudeild fíkniefnadeildar Lögreglunnar í Reykjavík það sem af er árinu fór yfir 200 í vikunni samanborið við 150 mál allt árið í fyrra og talsvert færri árið þar áður. Þá var lagt hald á mun meira af fíkniefnum en í fyrra, en um er að ræða efni sem komist hafa í gegn um tollleit og eru komin í smásölu á götunni. Innlent 16.12.2005 07:46
Neitar að hafa ætlað að dreifa efninu Maðurinn, sem var handtekinn í vikunni eftir að hátt í tvö hundruð kannabisplöntur og nokkur kíló af fíkniefnum úr þess háttar plöntum fundust í vörslu hans, neitar að hafa ætlað að dreifa efninu og selja það. Innlent 16.12.2005 07:24
Bréf Magnúsar Þórs skoðað af Ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri segist hafa móttekið bréf Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns, og hann sé að skoða það. Magnús Þór sendi ríkislögreglustjóra bréf í kjölfar útvarpsviðtals þar sem Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður, ræddi störf fyrrverandi forstjóra Byggðastofnunar. Í útvarpsviðtalinu bar Kristinn ýmsar ásakanir á hendur fyrrum forstjóra Byggðastofnunar, sem gætu varðað við lög reynist þær réttar. Innlent 15.12.2005 21:32
Aukin fríverslun með landbúnaðarvörur gagnast einnig þróunarlöndunum Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðisofnunar HÍ, segir að afnemi Íslendingar innflutningshöft á landbúnaðarvörum lækki það matvælaverð umtalsvert. Þá segir Tryggvi að gangi Íslendingar úr hinum íhaldssama G10 hópi innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, myndi það styðja enn frekari fríverslun með landbúnaðarvörur. Slíkt myndi ekki bara gagnast íslenskum neytendum heldur einnig þróunarlöndunum. Innlent 15.12.2005 21:09
Fleiri Íslendingar tengdir internetinu en á hinum Norðurlöndunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd interneti en annars staðar á Norðurlöndum að því er kemur fram í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með tengingu við internet á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra heimila, 64% norskra heimila og 54% finnskra heimila gátu tengst interneti. Notkun háhraðatenginga er einnig útbreiddari meðal heimila hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Internetnotkun einstaklinga er algengust hér á landi en 73-81% einstaklinga á aldrinum 16-74 ára notuðu internet annars staðar á Norðurlöndum í byrjun árs 2005 á móti 86% Íslendinga. Innlent 15.12.2005 21:37