Innlent

Mjólka mótmælir úreltum reglum

Mjólka ehf. hefur sent landbúnaðaráðherra bréf þar sem þeir mótmæla harðlega að þurfa gefa upp trúnaðarupplýsingar til samkeppnisaðila. Tilefni mótmælanna er krafa Bændasamtaka Íslands á hendur Mjólku um skil á skýrslum á framleiðslu, sölu og birgðir mjólkurvara en Mjólka ehf. hóf nýlega framleiðslu mjólkurafurða án ríkisstyrkja.

Stjórnendur Mjólku ehf. benda á að samkvæmt lögum sé þeim gert að skila inn trúnaðarupplýsingum til Bændasamtaka Íslands, Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði eða annarra sem eru í samkeppni við Mjólku og fara fram á endurskoðun hið fyrsta.

Jafnframt telja forsvarsmenn Mjólku með öllu óeðlilegt að greiða svokallað verðtilfærslu- og verðmiðlunargjald, sem kveðið er á um í búvörulögum að leggja skuli á hvern lítra mjólkur. Telja forsvarsmenn Mjólku að slík skattlagning stríði gegn samkeppnislögum þar sem fyrirtækið njóti ekki neinnar fyrirgreiðslu úr slíkum sjóðum. Forsvarsmenn Mjólku lýsa því yfir að fyrirtækið muni ekki greiða þessi gjöld og æskja þess að landbúnaðarráðherra beiti sér fyrir niðurfellingu þeirra gagnvart Mjólku.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×