Innlent

66 þúsund krónur fyrir laxinn

MYND/Sigtryggur Ari Jóhannsson

Dæmi eru um að hver veiddur lax úr einni á hafi kostað veiðimanninn 66 þúsund krónur í sumar en meðalverð úr sextán ám var tuttugu og átta þúsund krónur á laxinn.

Þetta kemur fram í samantekt Stangveiðifélags Reykjavíkur þar sem borin er saman leiga á 16 ám og fjöldi veiddra laxa úr sömu ám. Árnar eru hins vegar ekki nafngreindar. Lægsta verð á laxi samkvæmt könnuninni er rúmar tíu þúsund krónur en hæsta verð tæpar 66 þúsund krónur.

Þar sem nafnleynd hvílir yfir ánum er ekki hægt að sjá hvar hagstæðast er að veiða, ef svo mætti að orði komast, og ekki sést samhengi með því hvort dýrustu stangirnar eru að skila mestum árangri eða ekki.

Hins vegar liggur fyrir að kílóið af villtum laxi út úr búð í sumar kostaði rúmar þúsund krónur þannig að meðal fimm punda lax kostaði innan við þrjú þúsund krónur, ef aðeins er skoðað verð á laxi til átu, en húllum hæinu við veiðiferðina sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×