Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2025 20:52 Helga Vala Helgadóttir lögmaður sat á þingi fyrir Samfylkinguna. Vísir/Bjarni Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins. Fyrir helgi var rússneskum hjónum vísað úr landi ásamt tveggja ára syni sínum og tveggja vikna tvíburadætrum sínum. Dæturnar fæddust hér á landi og þurfti móðirin, Mariiam Taimova, að fara í keisaraskurð. Mariiam og Gadzhi Gadzhiev, eiginmaður hennar, höfðu viðkomu í Króatíu á leið til Íslands á flótta frá Dagestan í Rússlandi í desember 2024 og var vísað þangað. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir miður að útlendingayfirvöld hafi vísað fjölskyldunni úr landi. „Því miður hafa stjórnvöld enn einu sinni tekið þá ákvörðun að beita útlendingalögum með þessum hætti. Að veita börnum enga vernd því þau eigi skilyrðislaust að fylgja foreldrum sínum. En ekki öfugt,“ segir Helga Vala. Líklegast að foreldrarnir verði fangelsaðir Stjórnvöld sendi fjölskylduna í mikla óvissu en töluverðar líkur eru á að hún endi aftur í Rússlandi. „Ég hef kynnt mér nokkuð stöðuna þar. Þó ég sé ekki með þetta mál veit ég að þeir sem flýja Rússland, þeirra bíður oftast eingöngu fangelsi. Við komuna má því ætla að börnin verði tekin af hjónunum. Hjónin sett í fangelsi og börnunum komið fyrir einhvers staðar á einhverju munaðarleysingjahæli,“ segir Helga Vala. „Sú hætta er uppi að íslensk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum núna, sent börnin út í algjöra óvissu þar sem er mjög ólíklegt að þau muni fá að þekkja uppruna sinn eða sameinast foreldrum sínum að nýju.“ Aumt hjá Samfylkingu Helga Vala sat á þingi fyrir Samfylkinguna en mikillar gremju gætir innan þingflokksins þar vegna brottvísunarinnar. „Mér finnst það mjög aumt að það sé ekkert tillit tekið til barna við meðferð mála hjá íslenskum stjórnvöldum undir forsæti Samfylkingar. Jafnaðarflokks,“ segir Helga Vala. Innflytjendamál Rússland Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Fyrir helgi var rússneskum hjónum vísað úr landi ásamt tveggja ára syni sínum og tveggja vikna tvíburadætrum sínum. Dæturnar fæddust hér á landi og þurfti móðirin, Mariiam Taimova, að fara í keisaraskurð. Mariiam og Gadzhi Gadzhiev, eiginmaður hennar, höfðu viðkomu í Króatíu á leið til Íslands á flótta frá Dagestan í Rússlandi í desember 2024 og var vísað þangað. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir miður að útlendingayfirvöld hafi vísað fjölskyldunni úr landi. „Því miður hafa stjórnvöld enn einu sinni tekið þá ákvörðun að beita útlendingalögum með þessum hætti. Að veita börnum enga vernd því þau eigi skilyrðislaust að fylgja foreldrum sínum. En ekki öfugt,“ segir Helga Vala. Líklegast að foreldrarnir verði fangelsaðir Stjórnvöld sendi fjölskylduna í mikla óvissu en töluverðar líkur eru á að hún endi aftur í Rússlandi. „Ég hef kynnt mér nokkuð stöðuna þar. Þó ég sé ekki með þetta mál veit ég að þeir sem flýja Rússland, þeirra bíður oftast eingöngu fangelsi. Við komuna má því ætla að börnin verði tekin af hjónunum. Hjónin sett í fangelsi og börnunum komið fyrir einhvers staðar á einhverju munaðarleysingjahæli,“ segir Helga Vala. „Sú hætta er uppi að íslensk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum núna, sent börnin út í algjöra óvissu þar sem er mjög ólíklegt að þau muni fá að þekkja uppruna sinn eða sameinast foreldrum sínum að nýju.“ Aumt hjá Samfylkingu Helga Vala sat á þingi fyrir Samfylkinguna en mikillar gremju gætir innan þingflokksins þar vegna brottvísunarinnar. „Mér finnst það mjög aumt að það sé ekkert tillit tekið til barna við meðferð mála hjá íslenskum stjórnvöldum undir forsæti Samfylkingar. Jafnaðarflokks,“ segir Helga Vala.
Innflytjendamál Rússland Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira