Innlent

Fréttamynd

Fasteignaverð 63% yfir meðalverði

Meðalfasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í fasteignaviðskiptum í síðustu viku var rúmar fjörutíu og fimm milljónir króna en það er 63% yfir meðalverði síðustu tólf vikna. Fimmtungi færri fasteignir gengu þó kaupum og sölu en venja er til.

Innlent
Fréttamynd

Boðar harðan kosningaslag

Dagur B. Eggertsson boðaði harða kosningabaráttu við Sjálfstæðisflokkinn í vor þegar hann tilkynnti fyrir stundu að hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Sextíu til nítíu íbúðir skemmast

Reikna má með því að sextíu til nítíu íbúðir skemmist um áramótin vegna kertabruna samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá. En talið er að á mili þrettán til fimmtán prósent heimila séu með ótryggt innbú og því gæti verið um tjón að ræða á fleiri heimilum en tölur Sjóvá gefa til kynna.

Innlent
Fréttamynd

Dagur B. Eggertsson gefur kost á sér í 1. sætið

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi gefur kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnakosninganna næsta vor. Þetta tilkynnti Dagur á blaðamaðamannafundi rétt í þessu. Áður hafa Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein gefið kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Vistvernd í verki

Snæfellingar hafa á undanförnum árum lagt ríka áherslu á umhverfismál. Mikið starf er unnin undir merkjum Grænfánans og Bláfáninn blaktir við hún við Stykkilshólmshöfn.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins hálftíma sigling til Eyja

Siglingar á milli Vestmannaeyja og lands tækju aðeins um hálftíma ef hugmyndir nefndar um framtíðarsamgöngur til Vestmannaeyja um ferjulægi í Bakkafjöru verða að veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Á að segja af sér

Árni Magnússon félagsmálaráðherra á að segja af sér að mati Ungra vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Björgólfur fjárfestir í Póllandi

Novator Telecom Poland, félag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert kauptilboð í þrettán prósenta hlut í pólska símafélaginu Netia. Novator hefur þegar eignast tíu prósenta hlut og stefnir að því að eignast fjórðungshlut í félaginu. Markaðsvirði þess hlutar er um tólf milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækka tolla ekki ótilneydd

Stjórnvöld lækka ekki tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir fyrr en þau neyðast til þess vegna alþjóðasamþykkta. Þangað til verða Íslendingar að greiða hæsta matvælaverð í heimi segir formaður Neytendasamtakanna.

Innlent
Fréttamynd

1. sætið?

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag. Dagur gekk fyrir skemmstu í raðir Samfylkingarinnar og á fundinum í dag kemur væntanlega í ljós hvort hann ætlar að bjóða sig fram í efsta sæti lista Samfylkingarinnar gegn þeim Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Stefáni Jóni Hafstein.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvenær tollar lækka

Utanríkisráðherra kveðst ekki reiðubúinn að segja hvenær tollar á landbúnaðarafurðir verða lækkaðir eða felldir niður, eins og hann talaði um á viðskiptaþingi í Hong Kong. Hann segir að það verði ekki gert nema í samráði við önnur ríki heims og tryggt sé að stoðunum verði ekki kippt undan íslenskum landbúnaði.

Innlent
Fréttamynd

Strandaði við Grundartanga

Gríska flutningaskipið Polyefkis, strandaði í fjörunni við álverið á Grundartanga um miðnætti síðustu nótt. Engin slys urðu á áhöfninni og litlar skemmdir er taldar hafa orðið á skipinu. Skipið var dregið að höfninni í Grundartanga í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Laus úr gæsluvarðhaldi

Maðurinn sem úrskurðaður var í einnar viku gæsluvarðhald síðastliðinn þriðjudag, eftir að um 200 kannabisplöntur og nokkur kíló af kannabisefnum fundust á heimili hans í uppsveitum Árnessýslu, hefur verið látinn laus.

Innlent
Fréttamynd

Björgólfur Thor fjárfestir ársins í Búlgaríu

Björgólfur Thor Björgólfsson var í gærkvöldi útnefndur fjárfestir ársins í Búlgaríu af búlgarska ríkisútvarpinu. Fyrirtæki Björgólfs Thors, Novator, fjárfesti nýverið í búlgarska landssímanum, BTC, og námu þau viðskipti nærri 100 milljörðum íslenskra króna.

Innlent
Fréttamynd

Mjólkurbændur skulda um 20 milljarða króna

Mjólkurbændur á Íslandi skulda um tuttugu milljarða króna og hafa skuldirnar aukist mjög mikið á undanförnum árum. Þetta sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, í viðtalsþættinum Skaftahlíð á NFS í dag. Skýringuna á þessu segir hann liggja í því að bændur hafi verið hvattir til að stækka mjólkurbúin, og mikil kappsemi hafi ráðið för.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlunni snúið við

Þyrlu Landhelgisgæslunnar var snúið aftur til Reykjavíkur skömmu eftir hádegi í dag en hún hafði haft viðdvöl á Ísafirði eftir að hafa verið kölluð út vegna slasaðs sjómanns. Skipið var statt um sextíu sjómílur norður af Horni þegar slysið varð en þar sem arfavitlaust veður var á svæðinu var ákveðið að bíða eftir því að veður lægði.

Innlent
Fréttamynd

Skattbyrði lækkar aðeins hjá þeim tekjuhæstu

Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan sækir slasaðan sjómann norður af Horni

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út í morgun til þess að sækja slasaðan sjómann um borð í skipi sem statt var um sextíu sjómílur norður af Horni. Maðurinn féll niður í lest skipsins og að sögn Gæslunnar kvartaði hann undan bakverkjum.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignaverð hækkaði um 3,1%

Fasteignaverð hækkaði um 3,1% í nóvember frá fyrri mánuði, samkvæmt Fasteignamati ríkisins. Greiningardeild KB banka segir þetta töluvert umfram væntingar markaðsaðila, sem og greiningardeildarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bílvelta við Hrófá

Betur fór en á horfðist þegar maður á áttræðisaldri velti bíl sínum rétt sunnan við Hrófá á Vestfjörðum síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík lenti bíll mannsins utan í umferðarmerki á blindhæð með þeim afleiðingum að hann snerist á veginum og fór eina veltu.

Innlent
Fréttamynd

Landbúnaðarvörur ekki dýrar á Íslandi

Spánverjar eyða mun stærri hluta af sínum tekjum í kaup á matvælum en Íslendingar. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir landbúnaðarvöru ekki dýra á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Ófært á Fróðárheiði

Óveður er á Fróðárheiði og þar er ófært en annars er hálka, snjóþekja og snjókoma víða á Vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum, sem og á Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Menntaráð eykur fjárhæð til þróunarverkefna

Menntaráð Reykjavíkur ætlar að verja þrjátíu milljónum í verkefni sem tengjast nýsköpun og þróun í skólamálum. Menntaráð hefur því hækkað styrkupphæð til þrónarverkefna úr fjörutíu og fimm milljónum í sjötí og fimm.

Innlent
Fréttamynd

Skattbyrði allra nema þeirra tekjuhæstu eykst

Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefni gegn fuglaflensu

Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna náðu í dag samkomulagi um að þau standi saman að framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu.

Innlent
Fréttamynd

Göngugarpar styrkja Sjónarhól

Göngugarparnir Bjarki Birgisson, Guðbrandur Einarsson og aðstoðarmaður þeirra Tómas Birgir Magnússon, sem gengu hringinn í kringum landið í sumar undir kjörorðinu "Haltur leiðir blindan" færðu Sjónarhóli 250 þús. króna jólagjöf.

Innlent