Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þjóðarátak gegn ofbeldi og hjartnæm kyrrðarstund Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin kyrrðarstund var haldin í Lindarkirkju í dag þar sem gestir heiðruðu minningu Bryndísar Klöru og veittu sorg sinni útrás. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 7.9.2024 18:03 Börn sem flytja vopn til landsins og fjöllistamenn Tollurinn lagði hald á átján skotvopn á fyrstu átta mánuðum ársins sem er mun meira en fyrir ári. Dæmi eru um að börn komi með vopn heim úr sólarlandafríum. Við skoðum sýnishorn af þeim vopnum sem tollurinn hefur haldlagt. Innlent 6.9.2024 18:01 Deilur harðna hjá ríkissaksóknara og glæpasögukviss í beinni Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og varpað rýrð á embættið. Innlent 5.9.2024 18:03 Málmleitartæki á böllum og Sjálfstæðiskonur bregðast við umdeildum ummælum Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðarnar vegna alvarlegra atvika í samfélaginu undanfarið. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Innlent 4.9.2024 18:01 Aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og mikilvægi EES-samningsins Dómsmálaráðherra boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna. Lögregla hefur lagt hald á hundruð vopna á síðustu árum. Rætt verður við forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.9.2024 18:11 Vopnaburður ungmenna ekki nýr af nálinni Formaður skólastjórafélags Íslands segir ekki nýtt af nálinni að börn og ungmenni gangi um með vopn. Það sem hafi breyst sé vilji þeirra til að beita þeim. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.9.2024 18:12 Þjóð í áfalli vegna hnífaburðar og mótmælaalda í Ísrael Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Við ræðum við yfirlögregluþjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 1.9.2024 18:18 Bjarni íhugar stöðu sína og ævintýraheimur í Hafnarfirði Formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að ákveða hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á formannsstól en varaformaðurinn kveðst tilbúinn að taka við keflinu ef svo ber undir. Ungliðahreyfingin sendi forystu flokksins væna pillu vegna sögulega lítils fylgis í könnunum. Innlent 31.8.2024 18:15 Ábyrgð foreldra og mikið verður lítið Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.8.2024 18:01 Vopnuð börn og játning í dularfullu máli Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafbyssur og piparúða. Einnig hefur borið á því að börn mæti með hnífa í skólann. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 29.8.2024 18:11 Tíðindi í nýrri könnun, neyðarkassi og hundahlaup í beinni Nokkur tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnum við í hana og fáum viðbrögð frá hástökkvara. Innlent 28.8.2024 18:16 Fjórföldun alvarlegra ofbeldisbrota og samstöðufundur Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna hefur fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er sleginn yfir lífshættulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Innlent 27.8.2024 18:31 Leit hætt og rætt við föður drengs sem varð fyrir stunguárás Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul var hætt í dag eftir að í ljós kom að enginn var undir ís sem féll á ferðamenn. Lögregla segir mikilvægt að skráning í varasamar ferðir sé skýr. Innlent 26.8.2024 18:20 Fólk fast í íshelli og stunguárás Nokkrir eru slasaðir eftir að íshellir í Breiðamerkurjökli hrundi síðdegis í dag. Fjölmennt viðbragð er á svæðinu og fólk fast inni í hellinum. Við ræðum við yfirlögregluþjón sem stýrir aðgerðum í beinni útsendingu í fréttatímanum. Innlent 25.8.2024 18:00 Aurskriður og menningarnæturtónleikar Aurskriður féllu á þrjú heimili á Húsavík í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Innlent 24.8.2024 18:02 Dregið úr virkni eldgossins, harmleikur í Neskaupstað og nóróveiran Dregið hefur úr virkni eldgossins sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi og viðbúnaður almannavarna færður af neyðarstigi á hættustig. Við verðum í beinni frá gosstöðvunum og ræðum við jarðeðlisfræðing í myndveri. Innlent 23.8.2024 18:00 Andlát í Neskaupstað, hjón með Downs og gangagerð Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðum við við yfirlögregluþjón á Austurlandi og forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um alvarlegt atvik á Norðfirði en hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Innlent 22.8.2024 18:06 Samgöngusáttmáli, stýrivextir og nikótínrisar Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. Innlent 21.8.2024 18:00 Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. Innlent 20.8.2024 17:58 Sprenging í bílastæðagjöldum og hitað upp fyrir heitavatnsleysið Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir villta vestrið ríkja í málaflokknum og að gjöldin fari misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 19.8.2024 18:00 Kýtingur á stjórnarheimilinu og ofgnótt af hraðtískufötum Dómsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna eru ósammála um forgangstöðun í málefnum útlendinga. Í síðustu viku lýsti annar ráðherra sig ósammála formanninum um orkumál. Rætt verður við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.8.2024 18:01 Ný lágvöruverðsverslun áskorun og tónlistarframleiðsla Magga Mix Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem var opnuð í Kópavogi í dag. ASÍ bindur vonir við að verslunin veiti aðhald og aðrir líti á verð hennar sem áskorun. Innlent 17.8.2024 18:01 Starfsfólk í áfalli og kynhlutlaus salerni á barnum Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til þess að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum og að henni sé því lokið í núverandi mynd. Innlent 16.8.2024 17:53 Ósammála ráðherrar, brotthvarf tónleikastaða og einmana ungi Umhverfisráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið lengi í undirbúningi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 18:04 Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 14.8.2024 18:11 Meiri kvika, erfiður rekstur og blandað gras Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta eldgos og gögn benda til þess að þrýstur sé að aukast. Samkvæmt nýju hættumati eru enn taldar miklar líkur á hraunflæði innan Grindavíkur. Rætt verður við fagstjóra á Veðurstofunni í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 13.8.2024 18:11 Vindmyllugarður, stóra kókaínmálið og hrist upp í matvörumarkaði Fyrsta leyfið fyrir vindorkuveri á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. Við ræðum við Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, um framkvæmdina í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 12.8.2024 18:10 Stríðið í Úkraínu og tekist á um gjaldfrjáls námsgögn Úkraínuforseti vill ná fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi með sóknaraðgerðum úkraínuhers innan landamæra Rússlands. Aðgerðirnar ná nú tugi kílómetra inn fyrir landamæri Rússlands. Farið verður yfir stöðuna í stríði ríkjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við sérfræðing í öryggis- og varnarmálum í beinni útsendingu. Fréttir 11.8.2024 18:15 Hælisleitendur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkkulaði Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar. Fréttir 10.8.2024 18:10 Rússar lýsa yfir neyðarástandi og nýtt rafskútufyrirtæki Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna sem komu Rússum verulega í opna skjöldu. Innlent 9.8.2024 18:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 63 ›
Þjóðarátak gegn ofbeldi og hjartnæm kyrrðarstund Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin kyrrðarstund var haldin í Lindarkirkju í dag þar sem gestir heiðruðu minningu Bryndísar Klöru og veittu sorg sinni útrás. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 7.9.2024 18:03
Börn sem flytja vopn til landsins og fjöllistamenn Tollurinn lagði hald á átján skotvopn á fyrstu átta mánuðum ársins sem er mun meira en fyrir ári. Dæmi eru um að börn komi með vopn heim úr sólarlandafríum. Við skoðum sýnishorn af þeim vopnum sem tollurinn hefur haldlagt. Innlent 6.9.2024 18:01
Deilur harðna hjá ríkissaksóknara og glæpasögukviss í beinni Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og varpað rýrð á embættið. Innlent 5.9.2024 18:03
Málmleitartæki á böllum og Sjálfstæðiskonur bregðast við umdeildum ummælum Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðarnar vegna alvarlegra atvika í samfélaginu undanfarið. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Innlent 4.9.2024 18:01
Aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og mikilvægi EES-samningsins Dómsmálaráðherra boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna. Lögregla hefur lagt hald á hundruð vopna á síðustu árum. Rætt verður við forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.9.2024 18:11
Vopnaburður ungmenna ekki nýr af nálinni Formaður skólastjórafélags Íslands segir ekki nýtt af nálinni að börn og ungmenni gangi um með vopn. Það sem hafi breyst sé vilji þeirra til að beita þeim. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.9.2024 18:12
Þjóð í áfalli vegna hnífaburðar og mótmælaalda í Ísrael Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Við ræðum við yfirlögregluþjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 1.9.2024 18:18
Bjarni íhugar stöðu sína og ævintýraheimur í Hafnarfirði Formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að ákveða hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á formannsstól en varaformaðurinn kveðst tilbúinn að taka við keflinu ef svo ber undir. Ungliðahreyfingin sendi forystu flokksins væna pillu vegna sögulega lítils fylgis í könnunum. Innlent 31.8.2024 18:15
Ábyrgð foreldra og mikið verður lítið Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.8.2024 18:01
Vopnuð börn og játning í dularfullu máli Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafbyssur og piparúða. Einnig hefur borið á því að börn mæti með hnífa í skólann. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 29.8.2024 18:11
Tíðindi í nýrri könnun, neyðarkassi og hundahlaup í beinni Nokkur tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnum við í hana og fáum viðbrögð frá hástökkvara. Innlent 28.8.2024 18:16
Fjórföldun alvarlegra ofbeldisbrota og samstöðufundur Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna hefur fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er sleginn yfir lífshættulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Innlent 27.8.2024 18:31
Leit hætt og rætt við föður drengs sem varð fyrir stunguárás Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul var hætt í dag eftir að í ljós kom að enginn var undir ís sem féll á ferðamenn. Lögregla segir mikilvægt að skráning í varasamar ferðir sé skýr. Innlent 26.8.2024 18:20
Fólk fast í íshelli og stunguárás Nokkrir eru slasaðir eftir að íshellir í Breiðamerkurjökli hrundi síðdegis í dag. Fjölmennt viðbragð er á svæðinu og fólk fast inni í hellinum. Við ræðum við yfirlögregluþjón sem stýrir aðgerðum í beinni útsendingu í fréttatímanum. Innlent 25.8.2024 18:00
Aurskriður og menningarnæturtónleikar Aurskriður féllu á þrjú heimili á Húsavík í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Innlent 24.8.2024 18:02
Dregið úr virkni eldgossins, harmleikur í Neskaupstað og nóróveiran Dregið hefur úr virkni eldgossins sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi og viðbúnaður almannavarna færður af neyðarstigi á hættustig. Við verðum í beinni frá gosstöðvunum og ræðum við jarðeðlisfræðing í myndveri. Innlent 23.8.2024 18:00
Andlát í Neskaupstað, hjón með Downs og gangagerð Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðum við við yfirlögregluþjón á Austurlandi og forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um alvarlegt atvik á Norðfirði en hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Innlent 22.8.2024 18:06
Samgöngusáttmáli, stýrivextir og nikótínrisar Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. Innlent 21.8.2024 18:00
Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. Innlent 20.8.2024 17:58
Sprenging í bílastæðagjöldum og hitað upp fyrir heitavatnsleysið Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir villta vestrið ríkja í málaflokknum og að gjöldin fari misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 19.8.2024 18:00
Kýtingur á stjórnarheimilinu og ofgnótt af hraðtískufötum Dómsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna eru ósammála um forgangstöðun í málefnum útlendinga. Í síðustu viku lýsti annar ráðherra sig ósammála formanninum um orkumál. Rætt verður við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.8.2024 18:01
Ný lágvöruverðsverslun áskorun og tónlistarframleiðsla Magga Mix Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem var opnuð í Kópavogi í dag. ASÍ bindur vonir við að verslunin veiti aðhald og aðrir líti á verð hennar sem áskorun. Innlent 17.8.2024 18:01
Starfsfólk í áfalli og kynhlutlaus salerni á barnum Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til þess að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum og að henni sé því lokið í núverandi mynd. Innlent 16.8.2024 17:53
Ósammála ráðherrar, brotthvarf tónleikastaða og einmana ungi Umhverfisráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið lengi í undirbúningi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 18:04
Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 14.8.2024 18:11
Meiri kvika, erfiður rekstur og blandað gras Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta eldgos og gögn benda til þess að þrýstur sé að aukast. Samkvæmt nýju hættumati eru enn taldar miklar líkur á hraunflæði innan Grindavíkur. Rætt verður við fagstjóra á Veðurstofunni í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 13.8.2024 18:11
Vindmyllugarður, stóra kókaínmálið og hrist upp í matvörumarkaði Fyrsta leyfið fyrir vindorkuveri á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. Við ræðum við Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, um framkvæmdina í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 12.8.2024 18:10
Stríðið í Úkraínu og tekist á um gjaldfrjáls námsgögn Úkraínuforseti vill ná fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi með sóknaraðgerðum úkraínuhers innan landamæra Rússlands. Aðgerðirnar ná nú tugi kílómetra inn fyrir landamæri Rússlands. Farið verður yfir stöðuna í stríði ríkjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við sérfræðing í öryggis- og varnarmálum í beinni útsendingu. Fréttir 11.8.2024 18:15
Hælisleitendur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkkulaði Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar. Fréttir 10.8.2024 18:10
Rússar lýsa yfir neyðarástandi og nýtt rafskútufyrirtæki Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna sem komu Rússum verulega í opna skjöldu. Innlent 9.8.2024 18:18