Erlent

Fréttamynd

Leyniþjónusta í lamasessi

Miklar breytingar eru framundan í bandarísku leyniþjónustunni en þær stofnanir sem annast leynilega upplýsingaöflun hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki séð fyrir atburði á borð við 11. september.

Erlent
Fréttamynd

Örlög Berlusconis að ráðast

Dómarar sem hafa mútumál tengt Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á sínum borðum ráða nú ráðum sínum og segjast greina frá niðurstöðu sinni á morgun. Berlusconi er sakaður um að hafa mútað nokkrum dómurum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þannig keypt sér hagstæða úrskurði í málum sem snertu Fininvest-veldið hans.

Erlent
Fréttamynd

Fátækt og stríð hjá milljarð barna

Annað hvert barn í heiminum þjáist af fátækt, stríðsátökum eða alnæmisfaraldrinum að því er fram kemur í ársskýrslu Barnahjálpar sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að meira en milljarður barna á um sárt að binda.

Erlent
Fréttamynd

Hjónabönd samkynhneigðra leyfð

Hæstiréttur Kanada hefur gefið ríkisstjórn landsins grænt ljós á að leyfa hjónabönd samkynhneigðra en gekk ekki svo langt að segja að hún væri skyldug til þess vegna ákvæða í stjórnarskrá landsins.

Erlent
Fréttamynd

Japanskir hermenn áfram í Írak

Ríkisstjórn Japans samþykti í gær að framlengja dvöl japanskra hermanna í Írak í allt að eitt ár, þrátt fyrir harða andstöðu almennings í landinu. Yfir 60 prósent Japana vilja að hermennirnir fari heim á nýjan leik. Koizumi, forsætisráðherra Japans, er dyggur stuðningsmaður George Bush og hefur fórnað töluverðum vinsældum heima fyrir til þess að styðja leiðtogann í vestri.

Erlent
Fréttamynd

Reykingar slæmar fyrir heilann

Reykingar eru ekki aðeins slæmar fyrir lungun og hjartað heldur fara þær líka illa með heilastarfsemina. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoskrar rannsóknar sem staðið hefur yfir í hartnær sextíu ár. Skoðað var hvernig hugarstarfsemi breyttist með aldrinum hjá tæplega 500 manns, þar af rúmlega 200 reykingamönnum.

Erlent
Fréttamynd

OPEC dregur úr framleiðslu

OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, munu draga úr olíuframleiðslu strax í byrjun næsta árs til þess að koma í veg fyrir að heimsverð á olíu lækki meira en það hefur gert. Ahmad Fahad Al-Ahmad, olíumálaráðherra Kúvæt, kynnti þetta í gær en í dag funda olíumálaráðherrar ríkjanna í OPEC.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kvennalisti stofnaður í Svíþjóð?

Femínistar í Svíþjóð íhuga að stofna Kvennalista fyrir næstu kosningar sem fara fram árið 2006. Líklegur formaður flokksins er Gudrun Schyman sem vék formannssæti í Vinstri flokknum á síðasta ári eftir að hún hafði verið saksótt fyrir skattsvik.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri lifa sár sín af en áður

Dánartíðni særðra bandarískra hermanna hefur aldrei verið lægri en í stríðinu í Írak. Í Persaflóastríðinu og Víetnamstríðinu lést fjórði hver hermaður sem særðist en núna er það hlutfall komið niður í tíunda hvern hermann, að því er fram kom í frétt Washington Post.

Erlent
Fréttamynd

Líkja eftir Mars í miðri Moskvu

Rússneskir vísindamenn leita nú að sex sjálfboðaliðum sem eru reiðubúnir að láta loka sig af í sérsmíðaðri vísindastofu í Mosvku í 500 daga án þess að stíga nokkurn tíma út meðan á dvölinni stendur. Þar á að líkja eftir skilyrðum sem geimfarar á Mars þyrftu að kljást við og er tilraunin hugsuð sem undirbúningur að slíkri ferð.

Erlent
Fréttamynd

Vill ganga frá stjórnarmyndun

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hvatti flokksmenn sína í Líkúd-bandalaginu til þess í dag að greiða atkvæði með stjórnarsamvinnu Líkúd og Verkamannaflokksins. Ef þeir gera það ekki verður að efna til kosninga með hraði og það gæti gert að engu áætlanir hans um að flytja ísraelska landnema frá Gasasvæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Evrópa axli sinn hlut í Írak

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, sagði á fundi með utanríkisráðherrum bandalagsins í dag að tengslin við Bandaríkin væru undir því komin að Evrópuríki axli sinn hlut í öryggismálum í Írak og Afganistan. </font /></font />

Erlent
Fréttamynd

Róttækar breytingar á CIA

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að gera róttækar breytingar á leyniþjónustu landsins. Starfsemi leyniþjónustunnar hefur ekki verið breytt síðan á tímum kalda stríðsins en með tilliti til nýrrar heimsmyndar þótti rétt að nútímavæða leyniþjónustuna bandarísku.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt friðarsamkomulag á N-Írlandi

Endanlegt friðarsamkomulag á Norður-Írlandi liggur fyrir en ljósmyndir koma í veg fyrir að það sé undirritað. Talsmenn Írska lýðveldishersins segja ekki koma til greina að ljósmyndir verði teknar af því þegar vopn lýðveldishersins verða eyðilögð, og það geta mótmælendur ekki sætt sig við.

Erlent
Fréttamynd

Viðbúnaður WHO vegna fuglaflensu

"Við sjáum vísbendingar um að yfirvofandi sé heimsfaraldur skæðrar inflúensu," sagði Lee Jong-wook, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), á blaðamannafundi sem haldinn var í byrjun fundar framkvæmdastjórnar stofnunarinnar í Reykjavík í gær og áréttaði að stofnuninni væri mjög umhugað um málið.

Erlent
Fréttamynd

Ný hvalategund í Kyrrahafi?

Hvalur sem hefur rödd ólíka öllum öðrum hvölum hefur svamlað um Kyrrahafið undanfarin tólf ár. Bandarískir vísindamenn segja að hvalurinn sé einn á ferð en þeir hafa enga hugmynd um af hvaða tegund hvalurinn er.

Erlent
Fréttamynd

Engisprettusveimur í Mexíkó

Þykkur engisprettusveimur liggur yfir Júkatan-skaga á Mexíkó sem stendur og veldur þar miklum usla. Stærsti sveimurinn sem sést hefur var fimm hundruð metra langur. Yfirvöld segja þó að engisspretturnar séu enn sem komið er engin ógn en bændur hafa skiljanlega miklar áhyggjur af uppskerunni sinni.

Erlent
Fréttamynd

Tímasprengja orsakavaldurinn?

Tímasprengja kann að vera ástæða þess að íbúð í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi sprakk í gærmorgun. Maður sem stal verðmætum bókum af konunglega bókasafninu í Stokkhólmi bjó í íbúðinni.

Erlent
Fréttamynd

2 handteknir vegna Madrídar-árása

Lögregla á Spáni handtók í morgun tvo menn í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Madríd þann 11. mars á þessu ári. Mennirnir, sem eru af egypsku og sýrlensku bergi brotnir, eru sagðir hafa tengsl við sjö af þeim mönnum sem grunaðir eru um að hafa komið fyrir sprengjum í lestum í Madríd þann dag.

Erlent
Fréttamynd

Sigur fyrir samkynhneigða í Kanada

Hæstiréttur Kanada segir að giftingar samkynhneigðra brjóti ekki gegn stjórnarskrá landsins. Stjórnvöld geti hins vegar ekki þvingað presta til að gifta samkynhneigða ef þeir telji það andstætt trú sinni.

Erlent
Fréttamynd

Hindruðu hryðjuverkaárás á London

Breska leyniþjónustan hefur komið í veg fyrir árás á London sem átti að vera svipuð þeirri sem gerð var á járnbrautalestarnar í Madríd í mars á þessu ári. Tæplega tvöhundruð manns létu lífið í þeirri árás. Yfirvöld í Bretlandi segjast ekki geta gefið frekari upplýsingar um hina fyrirhuguðu árás í London að sinni af lagalegum ástæðum.

Erlent
Fréttamynd

Blair vill ekki rannsókn í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að hann setji á fót óháða rannsókn á því hve margir óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Írak síðan ráðist var inn í landið. Hópur fyrrverandi sendiherra, fræðimanna, auk biskups og herforingja sendu Blair í dag áskorun þess efnis að hann setti slíka rannsókn af stað.

Erlent
Fréttamynd

Sex Írakar hafa fallið í morgun

Þrír Írakar féllu þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á bandaríska hervagnalest í borginni Samarra í Írak í morgun. Bíl var ekið upp að bílalestinni og hann sprengdur í loft upp. Írakskur lögreglumaður féll einnig þegar uppreisnarmenn réðust á hóp bandarískra hermanna í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging í íbúð í Stokkhólmi

Lögreglu í Stokkhólmi grunar að sprengja hafi sprungið í fjölbýlishúsi í miðborg Stokkhólms í morgun. Svo virðist sem sprengingin hafi orðið á fimmtu hæð og við það hafi risíbúðin fyrir ofan sprungið í tætlur. Eins manns er saknað, þess er bjó í risíbúðinni, en aðeins tveir slösuðust og báðir minniháttar.

Erlent
Fréttamynd

Kosningarnar fari fram á 2-3 vikum

Óháð nefnd sem fjallar um framkvæmd kosninga í Írak útilokar ekki að kosningarnar fari fram á tveggja til þriggja vikna tímabili. Sem fyrr verður viðmiðunardagurinn þó 30. janúar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir morð á 5 ára stúlku

Sjö rússneskir unglingspiltar voru í dag dæmdir í allt að tíu ára fangelsi fyrir að myrða fimm ára gamla stúlku af sígaunaættum. Þessi hroðalegi atburður átti sér stað í St. Pétursborg í september sl. þegar piltarnir réðust að hópi sígaunastúlkna, vopnaðir öxum, hnífum, járnrörum og keðjum.

Erlent
Fréttamynd

Vopnasölubanni Kína ekki aflétt

Evrópusambandið mun ekki aflétta vopnasölubanni á Kína enn um sinn, að sögn Bens Bots, forseta Evrópusambandsins. Hann segir þó að vonast sé til þess að banninu verði aflétt á næsta ári. Bæði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands hafa lýst því yfir að þeir vilji að banninu verði aflétt sem fyrst.

Erlent
Fréttamynd

Köttur fékk MBA-gráðu

Colan Nolby er kominn með MBA-gráðu án þess að hafa nokkurn tíma gengið í skóla. Colan er sex ára köttur í eigu rannsóknarlögreglumanns í Harrisburg í Pennsylvaníu.

Lífið
Fréttamynd

Geta gift sig fjórtán ára

Drengir og stúlkur í rússneska héraðinu Oriol geta gengið í hjónaband fjórtán ára. Annars staðar í Rússlandi getur fólk gengið í hjónaband frá átján ára aldri en þingmenn á þingi héraðsins samþykktu nýlega löggjöf þar sem giftingaraldur er fjórum árum lægri en annars staðar í landinu.

Erlent