Erlent

Fréttamynd

Ferðir eingöngu fyrir barnlaus pör

Danska ferðaskirfstofan Star tours býður nú fyrst allra danskra ferðaskrifstofa ferðir sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir barnlaust fólk. Fyrirkomulagið kallast Bláu pörin eða blue couples og er einungis fyrir barnlaus pör eða vini. Hótelin liggja alltaf nálægt ströndinni, sundlaug er á öllum hótelum og allir fá drykk við komu þangað. Eitt er þó öðruvísi, engir barnaklúbbar eru á umræddum hótelum svo lítið fer fyrir börnunum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfsmorð í umferðinni hugsanlega algengari en áður var talið

Sjálfsmorð og sjálfsmorðstilraunir í umferðinni er ekki óþekkt fyrirbæri. Í Danmörku hefur hingað til verið talið að um 1-2% af öllum dauðsföllum í umferðinni séu sjálfsmorð en rannsóknir frá Svíþjóð, Finnlandi og Írlandi gefa til kynna að um 3-7% dauðsfalla í umferðinni séu sjálfsmorð.

Erlent
Fréttamynd

Dönum ráðlagt frá því að ferðast til Miðausturlanda

Danska utanríkisráðuneytið hefur ráðlagt fólki að ferðast ekki til fjölmargra landa í miðausturlöndum nema nauðsyn beri til, frá og með deginum í dag. Um 3.000 manns sem voru á leið til Egyptalands, Túnis og Marakkó í dag, komast því ekki í vetrarfrí en framkvæmdarstjóri Star tour ferðaskrifstofunnar í Danmörku segir að reynt verði að bjóða viðskiptavinum ferðir til annarra landa í staðin, meðal annars til Kanaríeyja.

Erlent
Fréttamynd

Fjögur ný tilfelli af H5N1 í Indónesíu.

Fjögur ný tilfelli fuglaflensu eru komin upp í Indónesíu. Staðfest hefur verið að um er að ræða H5N1 afbrigði veirunnar sem er skæðasta gerð fuglaflensunnar. Tveir sjúklinganna eru nú þegar látnir vegna veikinnar. Alls hafa því tuttugu og þrír fengið fuglaflensu í Indónesíu en þar af eru sextán látnir.

Erlent
Fréttamynd

Létust er öryggishlið féll á tónleikum

Þrír létust og yfir fjörutíu aðdáenda mexíkanskrar popphljómsveitar slösuðust þegar öryggishlið féll á þá í Sao Paolo í Brasilíu í gær. Nokkur þúsund aðdáendur voru staddir fyrir utan verslunarmiðstöð þar í borg til að hitta félaga í hljómsveitinni RBD þegar slysið varð.

Erlent
Fréttamynd

Þrír liðsmenn Al-Aqsa féllu í gærkvöld

Þrír liðsmenn Al-Aqsa herdeildanna, hernaðararms Fatah-samtaka Palestínumanna, féllu í árásum ísraelsmanna þegar herþyrlur gerðu flugskeytaárás á Gasaborg seint í gærkvöld.

Erlent
Fréttamynd

300 hefur verið bjargað

Um þrjú hundruð farþegum ferjunnar sem sökk í Rauðahafið í fyrrinótt hefur verið bjargað en enn er óttast um afdrif um ellefu hundruð manna. Alls voru um fjórtán hundruð manns um borð en litlar líkur eru taldar á að fleiri finnist á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Mörg hundruð manns tróðust undir

Að minnsta kosti áttatíu og átta manns létu lífið og yfir þrjú hundruð slösuðust þegar þeir tróðust undir í biðröð við leikvang í Manila, höfuðborg Filipseyja í morgun. Yfir tuttug þúsund manns biðu eftir að komast inn á leikvanginn en þar átti að taka upp vinsælan sjónvarpsþátt.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert neyðarkall barst frá egypsku ferjunni

Ekkert neyðarkall barst frá egypsku ferjunni áður en hún hvarf af ratsjá og sökk í Rauðahafið í nótt. Talið er að um þrettán hundruð manns hafi verið um borð en aðeins hefur tekist að bjarga um eitt hundrað þeirra. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Öfgatrúarmönnum heitt í hamsi

Öfgatrúarmenn hótuðu öllu illu í dag, á helgidegi múslíma, vegna birtinga á skopmyndum af spámanninum Múhameð. Í Indónesíu réðst múgur að danska sendiráðinu. Í Líbanon og Íran gengu þúsundir manna um götur og brenndu danska og norska fánann. Ritstjóri norska blaðsins sem birti myndirnar segist nú sjá eftir því. Og í Danmörku átti forsætisráðherrann fund með sendiherrum múslímaþjóða.

Erlent
Fréttamynd

Slæm mæting í öryggisráðið

Það var heldur tómlegt um að litast í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar fundur var settur í gær á slaginu tíu. John Bolton sendiherra Bandaríkjanna sem nú er í forsæti var einn mættur.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnorkudeilan tekin fyrir á morgun

Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hefur frestað til morguns fundi um kjarnorkuáætlun Írana sem hófst í dag. Stjórnin tekur því á morgun ákvörðun um það hvort kjarnorkudeilu Írana og Vesturveldanna verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Bandrískum sendiráðsstarfsmanni vísað úr landi

Hugo Chavez, forseti Venesúela, tilkynnti í dag að hann ætlaði að vísa úr landi bandarískum sendiráðsstarfsmanni vegna ásakana um njósnir. Maðurinn mun vera starfsmaður Bandaríkjahers og hefur verið efið að sök að hafa stundað njósnir í Venesúeal í samstarfi við þarlenda herforingja.

Erlent
Fréttamynd

4 tonn af hassi tekin

Franska lögreglan lagði í dag hald á tæp fjögur tonn af hassi. Efnið fannst í vöruflutningabíl sem kom til frönsku borgarinnar Lille frá Spáni en bílinn er sagður breskur.

Erlent
Fréttamynd

Palestínumenn hóta að ræna Evrópubúum

Erlendir sendifulltrúar og blaðamenn hafa margir hverjir yfirgefið landsvæði Palestínumanna í dag. Grímuklæddir palestínskir byssumenn hótuðu því í kvöld að ræna útlendingum vegna skopmynda af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í evrópskum dagblöðu. Þá hafa Mubarak, Egyptalandsforseti, og Ahmadinejad, forseti Írans, bæst í hóp þeirra sem gagnrýna myndbirtinguna.

Erlent
Fréttamynd

Tekist á um umhverfismál á þingi

Þingmaður vinstri - grænna segir nýja úttekt Ríkisendurskoðunar á aðild Íslands að Samningnum um líffræðilega fjölbreytni áfellisdóm yfir stjórnvöldum í umhverfismálum. Umhverfisráðherra hafnar því og segir stefnumótunartillögu í umhverfismálum að vænta á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjutilræði í Bilbao í gærkvöld

Sprengja sprakk nærri pósthúsi í útjaðri borgarinnar Bilbao í Baska-héruðum Spánar í gærkvöld. Engan sakaði í tilræðinu en basknesku aðskilnaðarsamtökin ETA stóðu á bak við það og höfðu varað við sprengjunni.

Erlent
Fréttamynd

Smygluðu heróíni innvortis í hvolpum

Fíknefnalögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið 22 Kólumbíumenn fyrir að hafa reynt að smygla yfir 20 kílóum af heróíni inn í Bandaríkin, meðal annars innvortis í hvolpum.

Erlent
Fréttamynd

Næringarslöngu komið fyrir í maga Sharons

Læknar Ariels Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, komu í gær næringarslöngu fyrir í maga hans. Hann hefur enn ekki komist til meðvitundar síðan hann fékk alvarlegt heilablóðfall í janúar.

Erlent
Fréttamynd

Loka fyrir merki arabískra sjónvarpsstöðva í Hollandi

Hollensk yfirvöld hafa slökkt á merki tveggja arabískra gervihnattarsjónvarpsstöðva sem þau segja bera út hatursboðskap og hvetja til hryðjuverka. Önnur stöðvanna, sem er líbönsk, er sögð tengd Hizbollah-skæruliðahreyfingunni en hún hefur þegar verið bönnuð í Frakklandi.

Innlent
Fréttamynd

Sprengja sprakk við bragga í Beirút

Einn hermaður slasaðist þegar öflug sprengja sprakk við hermannabragga í Beirút í Líbanon í morgun. Skömmu áður en sprengjan sprakk barst viðvörun frá manni sem sagðist tala fyrir al-Qaida í Líbanon. Hann sagði að árás yrði gerð til að hefna fyrir handtökur á þrettán al-Qaida liðum í Líbanon í janúar.

Erlent
Fréttamynd

Ritstjóri France Soir rekinn fyrir að birta teikningar

Eigandi franska dagblaðsins France Soir hefur rekið ritstjóra þess fyrir að hafa birt teikningarnar af Múhameð spámanni í blaðinu í gær. Í tilkynningu segir eigandinn ákvörðunina eiga að vera skýrt merki um virðingu fyrir trú manna og sannfæringu.

Erlent
Fréttamynd

Úlit fyrir að máli Írana verði vísað til öryggisráðs SÞ

Allt stefnir í að kjarnorkuáætlun Írana verði vísað fyrir öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna síðar í dag. Þær fimm þjóðir sem eiga fast sæti í ráðinu hafa mælst til þess að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vísi málinu til öryggisráðsins á neyðarfundi sínum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins rýmdar aftur í gær

Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru aftur rýmdar í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar. Um kvöldmatarleytið hringdi enskumælandi maður úr símaklefa og varaði við sprengingum innan klukkustundar á skrifstofum blaðsins.

Erlent
Fréttamynd

Hvatt til hryðjuverka gegn Norðmönnnum og Dönum

Óánægja múslíma í arabaheiminum er komin á það stig að hvatt hefur verið til hryðjuverka gegn Norðmönnum og Dönum á heimasíðu íslamskra öfgasamtaka. Fánar þessara frændþjóða okkar voru víða brenndir í Miðausturlöndum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Die Welt birtir hluta myndanna af Múhameð spámanni

Þýska stórblaðið Die Welt hefur nú bæst í hóp þeirra blaða sem birt hafa hluta af hinum umdeildu myndum af Múhameð spámanni. Myndirnar hafa valdið mikilli reiði meðal múslíma sem sumir hafa gripið til þess ráðs að sniðganga danskar vörur.

Erlent