Erlent

Dönum ráðlagt frá því að ferðast til Miðausturlanda

Danska utanríkisráðuneytið hefur ráðlagt fólki að ferðast ekki til fjölmargra landa í miðausturlöndum nema nauðsyn beri til, frá og með deginum í dag. Um 3.000 manns sem voru á leið til Egyptalands, Túnis og Marakkó í dag, komast því ekki í vetrarfrí en framkvæmdarstjóri Star tour ferðaskrifstofunnar í Danmörku segir að reynt verði að bjóða viðskiptavinum ferðir til annarra landa í staðin, meðal annars til Kanaríeyja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×