Erlent

300 hefur verið bjargað

MYND/AP

Um þrjú hundruð farþegum ferjunnar sem sökk í Rauðahafið í fyrrinótt hefur verið bjargað en enn er óttast um afdrif um ellefu hundruð manna. Alls voru um fjórtán hundruð manns um borð en litlar líkur eru taldar á að fleiri finnist á lífi. Komið var með eftirlifendur að höfn í borginni Hurgada í Egyptalandi seint í gærkvöld. Ferjuslysið hefur vakið upp spurningar um öryggis- og eftirlitsstaðla í ferjuflutningum í þróunarlöndum en skipið sökk að sögn farþega mjög hratt og ekki voru nógu margir björgunarbátar um borð fyrir alla. Sérfræðingar segja að skipið hafi verið hannað fyrir fimm hundruð farþega en ekki fjórtán hundruð, það hafi því verið valt og hafi það eflaust átt þátt í að skipið sökk. Málið er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×