Erlent

Fjögur ný tilfelli af H5N1 í Indónesíu.

MYND/AP

Fjögur ný tilfelli fuglaflensu eru komin upp í Indónesíu. Staðfest hefur verið að um er að ræða H5N1 afbrigði veirunnar sem er skæðasta gerð fuglaflensunnar. Tveir sjúklinganna eru nú þegar látnir vegna veikinnar. Alls hafa því tuttugu og þrír fengið fuglaflensu í Indónesíu en þar af eru sextán látnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×