Erlent

Slæm mæting í öryggisráðið

Frá fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bolton gekk erfiðlega að fá fólk til að mæta á fund í gær.
Frá fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bolton gekk erfiðlega að fá fólk til að mæta á fund í gær. MYND/AP

Það var heldur tómlegt um að litast í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar fundur var settur í gær á slaginu tíu. John Bolton sendiherra Bandaríkjanna sem nú er í forsæti var einn mættur.

Sendiherrar annarra ríkja mættu svo hver á fætur öðrum en ekki var orðið fundafært fyrr en stundarfjórðungi eftir að fundur átti að hefjast. Bolton sagði eftir fundinn að þó aðeins væri um daglegan upplýsingafund að ræða ættu fulltrúar í ráðinu að sýna þann aga að mæta tímanlega. Það væri líka í hans verkahring að halda uppi aga. "Ég brást í dag."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×