Erlent

Úlit fyrir að máli Írana verði vísað til öryggisráðs SÞ

MYND/AP

Allt stefnir í að kjarnorkuáætlun Írana verði vísað fyrir öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna síðar í dag. Þær fimm þjóðir sem eiga fast sæti í ráðinu hafa mælst til þess að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vísi málinu til öryggisráðsins á neyðarfundi sínum í dag. Þar eiga 35 þjóðir sæti og 24 þeirra þurfa að samþykkja að senda málið til öryggisráðsins svo að ályktun um það nái fram að ganga. Það verður að teljast líklegt, nú þegar bæði Rússar og Kínverjar hafa gengið í lið með þeim þjóðum sem telja ekki hægt að ganga lengra í samningaviðræðum við Írana. Stjórnvöld í Teheran hafa hótað að vísa kjarnorku eftirlitsmönnum burt úr landinu ef ákveðið verður að vísa kjarnorkuáætlun þeirra fyrir öryggisráðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×