Erlent

Sjálfsmorð í umferðinni hugsanlega algengari en áður var talið

Sjálfsmorð og sjálfsmorðstilraunir í umferðinni er ekki óþekkt fyrirbæri. Í Danmörku hefur hingað til verið talið að um 1-2% af öllum dauðsföllum í umferðinni séu sjálfsmorð en rannsóknir frá Svíþjóð, Finnlandi og Írlandi gefa til kynna að um 3-7% dauðsfalla í umferðinni séu sjálfsmorð. Algengasta leiðin er að keyra í veg fyrir flutningabíl en árlega eru nokkur hluti slysa, þar sem engar haldbærar skýringar á slysinu liggja fyrir aðrar en þær að um sjáflsmorð hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×