Erlent

Bandrískum sendiráðsstarfsmanni vísað úr landi

Hugo Chavez, forseti Venesúela.
Hugo Chavez, forseti Venesúela. MYND/AP

Hugo Chavez, forseti Venesúela, tilkynnti í dag að hann ætlaði að vísa úr landi bandarískum sendiráðsstarfsmanni vegna ásakana um njósnir. Maðurinn mun vera starfsmaður Bandaríkjahers og hefur verið efið að sök að hafa stundað njósnir í Venesúeal í samstarfi við þarlenda herforingja.

Samskipti hins vinstri sinnaða Chavez við bandarísk stjórnvöld hafa verið nokkuð stirð síðan hann tók við völdum og hefur hann ósjaldan sent ráðamönnum í Washington tóninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×