Erlent

4 tonn af hassi tekin

Franska lögreglan lagði í dag hald á tæp fjögur tonn af hassi. Efnið fannst í vöruflutningabíl sem kom til frönsku borgarinnar Lille frá Spáni en bílinn er sagður breskur.

Hassið var falið í kælivagni bílsins. Talið er að götuverðmæti efnisins nemi jafnvirði rúmlega 500 milljóna íslenskra króna. Ekki hefur verið lagt hald á jafn mikið af hassi í Frakklandi um nokkurt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×