Erlent

Þrír liðsmenn Al-Aqsa féllu í gærkvöld

Þrír liðsmenn Al-Aqsa herdeildanna, hernaðararms Fatah-samtaka Palestínumanna, féllu í árásum ísraelsmanna þegar herþyrlur gerðu flugskeytaárás á Gasaborg seint í gærkvöld. Árásin var gerð á miðstöð Fatah í borginni, sem Al-Aqsa hafa notað sem bækistöðvar. Mikil reiði ríkir meðal Palestínumanna og þykir ljóst að vænta megi viðbragða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×