Erlent

Kjarnorkudeilan tekin fyrir á morgun

Mohamed ElBAradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (t.v.), og Olli Heinonen, yfirmaður vopnaeftirlits SÞ (t.h.).
Mohamed ElBAradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (t.v.), og Olli Heinonen, yfirmaður vopnaeftirlits SÞ (t.h.). MYND/AP

Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hefur frestað til morguns fundi um kjarnorkuáætlun Írana sem hófst í dag. Stjórnin tekur því á morgun ákvörðun um það hvort kjarnorkudeilu Írana og Vesturveldanna verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Íranar hafa hótað því að hefta starfsemi kjarnorkueftirlistamanna þar í landi verði deilunni vísað til ráðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×