Tékkland

Ölgerðin hélt langþráða árshátíð í tékkneskum kastala
Árshátíð Ölgerðarinnar var haldin með pompi og prakt í Prag í Tékklandi á laugardag þar sem 450 starfsmenn komu saman í Prag kastala. Það færist nú í aukana að fyrirtæki haldi starfsmannafögnuði sína á erlendri grundu en skömmu á undan Ölgerðinni hélt verkfræðistofan Efla árshátíð sína í Marrakesh í Marokkó.

Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar
„Við vorum næstum því í þeim sporum að geta orðið gjaldþrota áður en við opnum,” segir Davíð Arnórsson bakari sem á og rekur bakarískeðjuna Artic bakehouse í Prag ásamt viðskiptafélaga sínum Guðbjarti Guðbjartssyni.

Nokkrir látnir af völdum stormsins
Að minnsta kosti sex hafa látið lífið í storminum Malik sem geysað hefur víðsvegar um Evrópu síðasta sólarhringinn. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Evrópu.

Smitaðist viljandi af Covid og kafnaði á nokkrum mínútum
Hana Horka, fræg þjóðlagasöngkona frá Tékklandi, lést á sunnudaginn eftir að hafa vísvitandi smitast af Covid-19. Fjöldi nýsmitaðra náði nýjum hæðum í Tékklandi í dag.

Ríkinu sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu
Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna.

Telja helming Evrópubúa eiga eftir að smitast á næstu vikum
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) búast við því að meira en helmingur allra Evrópubúa muni smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar á næstu tveimur vikum. Er það miðað við hvernig faraldurinn gengur nú yfir heimsálfuna.

Veitti stjórnarmyndunarumboð innan úr glerkassa
Milos Zeman, forseti Tékklands, veitti Petr Fiala umboð til ríkisstjórnarmyndunar í dag. Það þurfti hann að gera innan úr glerkassa þar sem hann er smitaður af kórónuveirunni.

Tékkneskur milljarðamæringur kaupir stóran hlut í West Ham
Tékkneski milljarðamæringurinn Daniel Kretinský hefur keypt 27 prósenta hlut í enska úrvalsdeildarliðinu West Ham.

Forseti Tékklands kominn af gjörgæslu
Milos Zeman Tékklandsforseti hefur verið fluttur á almenna deild á hersjúkrahúsi í Prag eftir að hafa dvalið á gjörgæslu síðustu vikurnar.

Tékkneska stjórnin fallin
Útlit er fyrir að ríkisstjórn tékkneska forsætisráðherrans og auðjöfursins Andrej Babiš sé fallin, en þegar nær öll atkvæði hafa verið talin í þingkosningum þar í landi.

Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna
Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær.

Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga
Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu.

Þrjú látin eftir lestarslys í Tékklandi
Tvær lestir rákust saman í dag nálægt tékkneska bænum Pilsen. Þrjú eru látin og sex eru í lífshættu. Tékknesk yfirvöld kenna mannlegum mistökum um.

Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli
Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu.

Forseti Tékklands segir trans fólk „viðbjóðslegt“
Milos Zeman, forseti Tékklands, kallaði trans fólk „viðbjóðslegt“ í viðtali við CNN Prima News í gær. Tilefnið var umræða um ný lög í Ungverjalandi, sem banna allt kennsluefni sem er talið „auglýsa“ samkynhneigð og hugmyndir um að fólk geti verið annars kyns en líffræðilegt kyn gefur til kynna.

Þrír látnir af völdum hvirfilbylsins í Tékklandi
Nú er ljóst að þrír létu lífið og um sextíu slösuðust þegar öflugur hvirfilbylur fór um nokkur þorp í suðausturhluta Tékklands í gær. Þök flettust af húsum, tré rifnuðu upp með rótum og bílar fuku um eins og lauf í vindi.

Öflugur hvirfilbylur olli usla í Tékklandi
Um 150 manns eru slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur olli miklu tjóni á nokkrum þorpum í suðaustanverðu Tékklandi í dag. Bylurinn feykti þökum af húsum, reif upp tré með rótum og hvolfdi bílum.

Rómani lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans
Rómani lést í sjúkrabíl síðasta laugardag rétt eftir að lögreglumaður hafði kropið á hálsi hans í Tékklandi. Atvikið hefur minnt nokkuð á morðið á George Floyd í Bandaríkjunum í fyrra.

Sjáðu stórkostlegt mark Schicks frá miðju
Tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði mark Evrópumótsins til þessa í leiknum gegn Skotum á Hampden Park.

Afléttingar víða í Evrópu
Slakað var á kórónuveirutakmörkunum víðs vegar um Evrópu bæði í dag og um helgina. Smitum hefur fækkað mikið í fjölda ríkja og sífellt fleiri eru bólusett.