Tékkland

Fréttamynd

Hlupu þungvopnaðir um í leit að á­rásar­manninum

Lögreglan í Prag hefur birt myndband sem sýnir lögregluþjóna og sérsveitarmenn leita að árásarmanninum í einni verstu fjöldaskotárás Evrópu, sem framin var í gær. Ungur byssumaður gekk berserksgang í háskóla í borginni þar sem hann skaut minnst fjórtán til bana og særði 25.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðar­sorg í Tékk­landi vegna skotaárásarinnar

Stjórnvöld í Tékklandi hafa lýst yfir degi þjóðarsorgar á morgun vegna einnar verstu fjöldaskotárásar í sögu Evrópu, þegar 24 ára byssmaður gekk berserksgang í háskóla í Prag, höfuðborg landsins, í gær og myrti 14 og særði 25, þar af 10 alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Halda sig innan­dyra eftir mann­skæða skot­á­rás

Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag.

Innlent
Fréttamynd

Hitti for­setann sinn ó­vænt við Hall­gríms­kirkju

Hin tékkneska Katerina Supikova hitti óvænt forseta Tékklands, Petr Pavel, þegar hún var að vinna á Kaffi Loka í miðbæ Reykjavíkur í gær. Kíkti forsetinn í kaffi til hennar en hún segir að þarna hafi hún upplifað kyngimagnaða stund.

Innlent
Fréttamynd

Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi

Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent.

Erlent
Fréttamynd

For­múlu­bíll á hrað­braut í Tékk­landi

Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla.

Erlent
Fréttamynd

Ivana Trump er látin

Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona Donald Trump, er látin, 73 ára að aldri. Með Donald eignaðist hún þrjú börn, þau Donald yngri, Ivanka og Eric.

Erlent
Fréttamynd

Ölgerðin hélt lang­þráða árs­há­­tíð í tékk­neskum kastala

Árshátíð Ölgerðarinnar var haldin með pompi og prakt í Prag í Tékklandi á laugardag þar sem 450 starfsmenn komu saman í Prag kastala. Það færist nú í aukana að fyrirtæki haldi starfsmannafögnuði sína á erlendri grundu en skömmu á undan Ölgerðinni hélt verkfræðistofan Efla árshátíð sína í Marrakesh í Marokkó.

Lífið
Fréttamynd

Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar

„Við vorum næstum því í þeim sporum að geta orðið gjaldþrota áður en við opnum,” segir Davíð Arnórsson bakari sem á og rekur bakarískeðjuna Artic bakehouse í Prag ásamt viðskiptafélaga sínum Guðbjarti Guðbjartssyni.

Lífið
Fréttamynd

Nokkrir látnir af völdum stormsins

Að minnsta kosti sex hafa látið lífið í storminum Malik sem geysað hefur víðsvegar um Evrópu síðasta sólarhringinn. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Telja helming Evrópubúa eiga eftir að smitast á næstu vikum

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) búast við því að meira en helmingur allra Evrópubúa muni smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar á næstu tveimur vikum. Er það miðað við hvernig faraldurinn gengur nú yfir heimsálfuna.

Erlent
Fréttamynd

Tékk­neska stjórnin fallin

Útlit er fyrir að ríkisstjórn tékkneska forsætisráðherrans og auðjöfursins Andrej Babiš sé fallin, en þegar nær öll atkvæði hafa verið talin í þingkosningum þar í landi.

Erlent