Eistland

Utanríkismálanefnd misvel til fara á fundi utanríkisráðherra Eista
Utanríkismálanefnd er nú í heimsókn í eistneska þinginu en svo bagalega vildi til að töskur nefndarmanna týndust í fluginu og íslensku fulltrúarnir eru því ekki eins vel til höfð og til stóð.

Lettlandsbryggja 1
Í gær, 4. maí, voru 32 ár síðan Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis. Það er því táknrænt að það var á þessum degi sem skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti að gefa þremur götum í nýja Ártúnshöfðahverfinu nöfn sem undirstrika vináttu Íslands og Eystarsaltsríkjanna.

Nefna þrjár götur á Ártúnshöfða til heiðurs Eystrasaltsríkjunum
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í morgun að þrjár götur í nýja Ártúnshöfðahverfinu yrðu nefndar til heiðurs Eystrasaltsríkjunum. Verða samliggjandi göturnar nefndar Litháenbryggja, Lettlandsbryggja og Eistlandsbryggja.

Bonnesen ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun
Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur ákært hina dönsku Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við rannsókn á peningasvættisrannsókn sem tengir anga sína til Eistlands.

Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi
Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda.

Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag
Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994.

Eystrasaltslönd í brennidepli: Byggjum brýr með barnastarfi
Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík.

Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia
Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum.

Verður fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Eistlands
Samkomulag hefur náðst milli Umbótaflokksins og Miðflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Eistlandi. Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, mun taka við embætti forsætisráðherra og verður þar með fyrsta konan til að gegna embættinu í landinu.

Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer
Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu.

Kallas fær umboðið í Eistlandi
Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk í dag umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Eistlandi. Útlit er því fyrir að hún verði fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í landinu.

Forsætisráðherra Eistlands segir af sér í skugga mútumáls
Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, hefur ákveðið að segja af sér. Frá þessu greindi forsætisráðherrann í morgun en þrýstingur á Ratas hefur aukist mikið síðustu misserin vegna mútumáls sem fjöldi háttsettra stjórnmálamanna í landinu hefur verið bendlaður við.

Aðeins Íslendingar undanþegnir skimun í Eistlandi
Frá og með deginum í dag taka nýjar sóttvarnareglur gildi á landamærum Eistlands. Samkvæmt þeim eru farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem undanþegnir verða skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til landsins.

Fjöldi yfirmanna hjá Danske Bank sleppa við ákæru
Fjöldi yfirmanna hjá Danske Banka geta nú andað léttar eftir að tilkynnt var að þeir hafi sloppið undan ákæru í tengslum við rannsókn á peningaþvættishneykslinu í Eistlandi. DR segir frá því að mál sex fyrrverandi stjórnarmanna bankans hafi verið felld niður.

Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar
Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum.

Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát.

Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát
Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994.

Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn
Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk.

Ísland komið á rauða lista Eystrasaltsríkjanna
Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands og Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví.

Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna
Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi.