Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 07:49 Það er ekki langt síðan leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja áttu fund en þessi mynd er tekin á fundi leiðtoga ríkjanna á öryggismálaráðstefnunni í München sem fram fór um helgina. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Berlingske að Frederiksen myndi tala máli Norðurlanda og Eistrasaltsríkja á fundinum í París. „Það er fundur í París á morgun, þar sem danski forsætisráðherrann tekur þátt og á margan hátt mun vera fulltrúi Norðurlanda og Eistrasaltsríkja, sem eru meðal þeirra sem styðja hvað mest við Úkraínu,“ sagði Løkke við Berlingske í gær. Sjá einnig: Reiðubúinn að senda hermenn til Úkraínu Á fundinum stendur til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að leiðtogar Evrópu væru uggandi. Samband Evrópu og Bandaríkjanna sé hins vegar ekki að versna heldur breytast að sögn Kristrúnar en hún sótti umfangsmikla öryggisráðstefnu í München um helgina ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún segist hafa lagt áherslu á að efla samband Íslands við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hún hafi einnig átt samtöl við fjölda leiðtoga Evrópu og ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Nokkur hópur leiðtoga Evrópulanda hafa boðað komu sína á fundinn, þeirra á meðal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands auk þýskalandskanslara, Olaf Schulz. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sækja einnig fundinn. Danmörk Utanríkismál Úkraína NATO Noregur Svíþjóð Finnland Eistland Lettland Litháen Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Berlingske að Frederiksen myndi tala máli Norðurlanda og Eistrasaltsríkja á fundinum í París. „Það er fundur í París á morgun, þar sem danski forsætisráðherrann tekur þátt og á margan hátt mun vera fulltrúi Norðurlanda og Eistrasaltsríkja, sem eru meðal þeirra sem styðja hvað mest við Úkraínu,“ sagði Løkke við Berlingske í gær. Sjá einnig: Reiðubúinn að senda hermenn til Úkraínu Á fundinum stendur til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að leiðtogar Evrópu væru uggandi. Samband Evrópu og Bandaríkjanna sé hins vegar ekki að versna heldur breytast að sögn Kristrúnar en hún sótti umfangsmikla öryggisráðstefnu í München um helgina ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún segist hafa lagt áherslu á að efla samband Íslands við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hún hafi einnig átt samtöl við fjölda leiðtoga Evrópu og ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Nokkur hópur leiðtoga Evrópulanda hafa boðað komu sína á fundinn, þeirra á meðal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands auk þýskalandskanslara, Olaf Schulz. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sækja einnig fundinn.
Danmörk Utanríkismál Úkraína NATO Noregur Svíþjóð Finnland Eistland Lettland Litháen Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent