Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2025 15:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Valberg Ísland mun taka þátt í að stofna sameiginlega netöryggismiðstöð með öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Þau ríki sem koma að miðstöðinni munu koma á fót sameiginlegum greiningarbúnaði og svæðisbundinni gagnadeilingu til að nýta rauntímaupplýsingar og verjast netárásum. Auk Íslands koma Noregur, Danmörk, Finnland, Eistland, Lettland og Litáen að stofnun miðstöðvarinnar sem kallast Nordic Baltic Cyber Consortium eða NBCC. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu er verkefnið samfjármagnað af Evrópusambandinu en Samfélagaöryggisstofnun Danmerkur fer með umsjón verkefnisins, með aðkomu CERT-IS. „Netárásir þekkja engin landamæri og eru hluti af þeirri öryggisáskorun sem samfélög standa frammi fyrir í dag. Þær geta haft alvarleg áhrif á þjóðaröryggi og mikilvæga innviði sem við reiðum okkur á í okkar daglega lífi. Á þeim víðsjárverðu tímum sem við lifum er því mikilvægt sem aldrei fyrr að samstíga ríki efli samstarf sitt enn frekar til að sporna gegn þessari vá sem sífellt færist í aukana,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, í yfirlýsingunni. „Með þessu samstarfi við okkar helstu samstarfsríki byggjum við upp traust, deilum þekkingu og eflum viðbragð til að vernda samfélög okkar og tryggja sameiginlegt öryggi þeirra til framtíðar.“ Auk þess að vera samstarfsvettvangur ríkja á NBCC einnig að vera vettvangur fyrir þróun nýrrar tækni og stuðla þannig að auknu samstarfi einkaaðila og vísindasamfélagsins. Þá á miðstöðin einnig að styðja við stjórnvöld og tryggja samstarf varðandi ástandsvitund og samhæfingu netöryggismála. Í yfirlýsingunni segir að NBCC muni starfa sem svæðisbundin netöryggismiðstöð þvert á landamæri. Það þýði að Atlantshafsbandalagið verði einnig virkur þátttakandi í víðtæku samstarfi innan ESB um netöryggi. Netöryggi Utanríkismál Noregur Danmörk Finnland Eistland Lettland Litáen Evrópusambandið NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Auk Íslands koma Noregur, Danmörk, Finnland, Eistland, Lettland og Litáen að stofnun miðstöðvarinnar sem kallast Nordic Baltic Cyber Consortium eða NBCC. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu er verkefnið samfjármagnað af Evrópusambandinu en Samfélagaöryggisstofnun Danmerkur fer með umsjón verkefnisins, með aðkomu CERT-IS. „Netárásir þekkja engin landamæri og eru hluti af þeirri öryggisáskorun sem samfélög standa frammi fyrir í dag. Þær geta haft alvarleg áhrif á þjóðaröryggi og mikilvæga innviði sem við reiðum okkur á í okkar daglega lífi. Á þeim víðsjárverðu tímum sem við lifum er því mikilvægt sem aldrei fyrr að samstíga ríki efli samstarf sitt enn frekar til að sporna gegn þessari vá sem sífellt færist í aukana,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, í yfirlýsingunni. „Með þessu samstarfi við okkar helstu samstarfsríki byggjum við upp traust, deilum þekkingu og eflum viðbragð til að vernda samfélög okkar og tryggja sameiginlegt öryggi þeirra til framtíðar.“ Auk þess að vera samstarfsvettvangur ríkja á NBCC einnig að vera vettvangur fyrir þróun nýrrar tækni og stuðla þannig að auknu samstarfi einkaaðila og vísindasamfélagsins. Þá á miðstöðin einnig að styðja við stjórnvöld og tryggja samstarf varðandi ástandsvitund og samhæfingu netöryggismála. Í yfirlýsingunni segir að NBCC muni starfa sem svæðisbundin netöryggismiðstöð þvert á landamæri. Það þýði að Atlantshafsbandalagið verði einnig virkur þátttakandi í víðtæku samstarfi innan ESB um netöryggi.
Netöryggi Utanríkismál Noregur Danmörk Finnland Eistland Lettland Litáen Evrópusambandið NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira