Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 11:07 Jarðsprengjuir sem hannaðar eru gegn fótgangandi mönnum hafa mikið verið notaðar í Úkraínu. Getty/Scott Peterson Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. Ottawa-sáttmálinn var gerður árið 1997 og tók gildi 1. mars 1999. Samkvæmt honum mega ríki sem skrifa undir ekki framleiða jarðsprengjur sem hannaðar eru til gegn fótgönguliði og áttu að eyða öllum birgðum sínum af slíkum vopnum innan fjögurra ára. Sáttmálinn bannar ekki notkun jarðsprengja sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum. Fjölmargir óbreyttir borgarar deyja á ári hverju vegna gamalla jarðsprengja og annars konar sprengja á gömlum átakasvæðum. Eins og staðan er núna eru 164 ríki aðilar að sáttmálanum. Bandaríkin, Rússland og Kína eru meðal þeirra ríkja sem hafa ekki skrifað undir hann. Skýr skilaboð Í sameiginlegri yfirlýsingu sem varnarmálaráðherrar ríkjanna sendu út í morgun segir að frá því Ottawa-sáttmálinn var samþykktur hafi öryggisástandið í Austur-Evrópu breyst til muna. Hernaðarógn gegn ríkjum sem deila landamærum með Rússlandi og Belarús sé mun meiri en hún var áður. Þess vegna hafi þessi ákvörðun verið tekin. Stutt er síðan Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sagði þessa ákvörðun til skoðunar þar á bæ. Hann sagði einnig til skoðunar að segja Pólland frá sáttmála gegn notkun klasasprengja. Sjá einnig: Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Með þessu segja ráðherrarnir að hægt sé að bæta varnir ríkjanna og auka fjölbreytileika varna ríkjanna og Atlantshafsbandalagins. Verið sé að senda skýr skilaboð um að íbúar þessara ríkja séu tilbúin til að verja landsvæði þeirra og frelsi. Þar segir einnig að þrátt fyrir þessa ákvörðun standi séu forsvarsmenn ríkjanna staðráðnir í að standa vörð um mannréttindi og alþjóðasamþykktir eins þær sem snúa að því að verja óbreytta borgara í átökum. Lithuania, Poland, Latvia and Estonia have announced their withdrawal from the Ottawa Convention on Anti-Personnel Mines. pic.twitter.com/cwrgTYZRTl— Lithuanian MOD 🇱🇹 (@Lithuanian_MoD) March 18, 2025 Ráðamenn í Finnlandi hafa einnig sagt að þar sé verið að skoða að segja skilið við sáttmálann, sem þeir skrifuðu undir árið 2012, en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin enn. Ríkisútvarp Finnlands hefur eftir formanni varnamálanefndar finnska þingsins að ákvörðun Eystrasaltsríkjanna og Póllands sé góð. Innrás Rússa í Úkraínu hafi sýnt glögglega að einföld vopn eins og jarðsprengjur geti verið mjög skilvirk. Sérstök nefnd sem hefur verið að skoða það hvort Finnar eigi að segja sig frá Ottawa-sáttmálanum á að skila skýrslu á næstunni og er búist við því að ákvörðun um framhaldið verði tekin í vor. Leiðtogar Evrópu hafa samþykkt að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og umbætur á hergagnaframleiðslu í heimsálfunni á næstu árum. Hernaður Eistland Lettland Litháen Pólland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Tengdar fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. 25. febrúar 2025 18:07 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Ottawa-sáttmálinn var gerður árið 1997 og tók gildi 1. mars 1999. Samkvæmt honum mega ríki sem skrifa undir ekki framleiða jarðsprengjur sem hannaðar eru til gegn fótgönguliði og áttu að eyða öllum birgðum sínum af slíkum vopnum innan fjögurra ára. Sáttmálinn bannar ekki notkun jarðsprengja sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum. Fjölmargir óbreyttir borgarar deyja á ári hverju vegna gamalla jarðsprengja og annars konar sprengja á gömlum átakasvæðum. Eins og staðan er núna eru 164 ríki aðilar að sáttmálanum. Bandaríkin, Rússland og Kína eru meðal þeirra ríkja sem hafa ekki skrifað undir hann. Skýr skilaboð Í sameiginlegri yfirlýsingu sem varnarmálaráðherrar ríkjanna sendu út í morgun segir að frá því Ottawa-sáttmálinn var samþykktur hafi öryggisástandið í Austur-Evrópu breyst til muna. Hernaðarógn gegn ríkjum sem deila landamærum með Rússlandi og Belarús sé mun meiri en hún var áður. Þess vegna hafi þessi ákvörðun verið tekin. Stutt er síðan Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sagði þessa ákvörðun til skoðunar þar á bæ. Hann sagði einnig til skoðunar að segja Pólland frá sáttmála gegn notkun klasasprengja. Sjá einnig: Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Með þessu segja ráðherrarnir að hægt sé að bæta varnir ríkjanna og auka fjölbreytileika varna ríkjanna og Atlantshafsbandalagins. Verið sé að senda skýr skilaboð um að íbúar þessara ríkja séu tilbúin til að verja landsvæði þeirra og frelsi. Þar segir einnig að þrátt fyrir þessa ákvörðun standi séu forsvarsmenn ríkjanna staðráðnir í að standa vörð um mannréttindi og alþjóðasamþykktir eins þær sem snúa að því að verja óbreytta borgara í átökum. Lithuania, Poland, Latvia and Estonia have announced their withdrawal from the Ottawa Convention on Anti-Personnel Mines. pic.twitter.com/cwrgTYZRTl— Lithuanian MOD 🇱🇹 (@Lithuanian_MoD) March 18, 2025 Ráðamenn í Finnlandi hafa einnig sagt að þar sé verið að skoða að segja skilið við sáttmálann, sem þeir skrifuðu undir árið 2012, en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin enn. Ríkisútvarp Finnlands hefur eftir formanni varnamálanefndar finnska þingsins að ákvörðun Eystrasaltsríkjanna og Póllands sé góð. Innrás Rússa í Úkraínu hafi sýnt glögglega að einföld vopn eins og jarðsprengjur geti verið mjög skilvirk. Sérstök nefnd sem hefur verið að skoða það hvort Finnar eigi að segja sig frá Ottawa-sáttmálanum á að skila skýrslu á næstunni og er búist við því að ákvörðun um framhaldið verði tekin í vor. Leiðtogar Evrópu hafa samþykkt að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og umbætur á hergagnaframleiðslu í heimsálfunni á næstu árum.
Hernaður Eistland Lettland Litháen Pólland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Tengdar fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. 25. febrúar 2025 18:07 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02
Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44
Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. 25. febrúar 2025 18:07
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent