Ofbeldi gegn börnum

Fréttamynd

Flassarinn í Laugar­dalnum í gæslu­varð­hald

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn á íþróttasvæði í austurborginni síðdegis í gær, eftir að lögreglu barst tilkynning um mann sem væri að bera sig fyrir framan börn.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum eru börn

Innleiða á sérstakt áhættumat til að tryggja betur öryggi barna gegn kynferðisbrotum fullorðinna. Rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar sitja tveggja daga vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum til að undirbúa þróun forvarnaviðbragða og forgangsröðunar mála.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn keypti fyrsta ljósið eftir æsilega Síkisferð

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, keypti fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla-Save the Children á Íslandi en söfnunin hófst í dag og stendur til 4. maí. Safnað er til styrktar verkefninu Verndarar barna, sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi á börnum. Söfnunin ber heitið „Hjálpumst að við að vernda börn”.

Innlent
Fréttamynd

Svipta Aaron Ísak sigrinum í Söng­keppni fram­halds­skólanna

Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur ákveðið að svipta Aaron Ísak Berry sigurtitli Söngkeppni framhaldsskólanna 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að framkvæmdastjórn SÍF hafi tekið ákvörðunina í kjölfar dóms sem Aaron hlaut á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi

Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.