Landhelgisgæslan

Þyrlan kölluð út vegna mótorhjólaslyss
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á Snæfellsnes að sækja slasaðan bifhjólamann.

Þyrluflugstjóri Landhelgisgæslunnar sendur í leyfi
Einn þyrluflugstjóra Landhelgisgæslunnar hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna lögreglurannsóknar sem hann sætir.

Er lífið lotterí?
Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp.

„Þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg“
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið.

Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks
Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag
Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun.

Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri
Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi.

Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand
„Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár.

Mikill viðbúnaður vegna báts sem ekki náðist samband við
Töluverður viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslu og björgunarsveitum á norðanverðum Vestfjörðum síðdegis í dag vegna frístundaveiðibáts með sex innanborðs, sem ekki náðist samband við.

Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan
Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð.

Fluttur á Landspítala eftir nauðlendingu á svifdreka
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann á Landspítala sem nauðlenti á svifdreka nálægt Hlíðarvatni í Selvogi klukkan 13 í dag. Þyrlan var kölluð út með mesta forgangi.

Dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Bíldudal yfir í Stykkishólm í gær. Hann kveðst hafa verið að heimækja embætti dómsmálaráðuneytis á Vestfjörðum og farið yfir á Snæfellsnes í sömu erindagjörðum.

Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti
Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu.

Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar
Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins.

Veifuðu í þyrluna og fengu hjálp við að losa bíl
Þeir voru heppnir, vegfarendurnir sem höfðu pikkfest bíl þeirra á vegaslóða í nágrenni Hólahóla á Snæfellsnesinu í vikunni.

„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“
Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu.

Samþykkja kauptilboð í Tý og Ægi
Ríkiskaup hafa samþykkt kauptilboð í varðskipin Tý og Ægi. Kaupandinn er íslenskur og kaupir hann bæði skipin en nafn hans hefur ekki verið gefið upp.

Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði
Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni.

Lést í snjóflóðinu í gær
Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið.

Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir
Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið.