Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Kjarnorkuknúinn kaf­bátur í stuttri heim­sókn

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS New Hampshire, er í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Þór fylgir kafbátnum um landhelgina og í Stakksfjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn.

Innlent
Fréttamynd

Á leið með skipið til Húsa­víkur

Varðskipið Freyja er á leið til Húsavíkur með hollenska flutningaskipið Traville í togi en skipið varð vélarvana fjórar sjómílur frá Rifstanga rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Leita manns á Akra­nesi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna leitar sem nú stendur yfir að manni í nágrenni Akraness.

Innlent
Fréttamynd

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaður sem björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu leituðu á Fimmvörðuhálsi fannst látinn í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Lýsisskip strandaði í Fá­skrúðs­firði

Erlent lýsisflutningaskip strandaði í Fáskrúðsfirði í dag. Verið var að sigla skipinu úr höfn þegar stýri þess bilaði á þriðja tímanum í dag. Skipið losnaði þó af strandstað fyrir eigin vélarafli.

Innlent
Fréttamynd

„Fullt af fólki sem ber hlýjar til­finningar til þessarar björgunar­þyrlu“

Það var mikið um að vera í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar flutningur fyrstu stóru björungarþyrlu Íslendinga á Flugsafn Íslands á Akureyri var undirbúinn. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar segir komu þyrlunnar til landsins, fyrir nærri þremur áratugum, hafa verið gríðarlegt framfaraskref.

Innlent
Fréttamynd

Ekið með björgunar­þyrlu til Akur­eyrar

Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Hætta leit að bíl í Þing­valla­vatni

Viðbragðsaðilar hafa ákveðið að hætta leit við vestanvert Þingvallavatn, en lögreglu barst tilkynning um klukkan ellefu í dag um að bíll hefði farið ofan í og niður um ís.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan sótti tvo slasaða vél­sleða­menn í sömu ferðinni

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna manns sem hafði slasast á fæti á vélsleða við Eyjafjörð og þegar verið var að sækja hann barst annað útkall vegna manns sem hafði slasast á vélsleða hinum megin við Eyjafjörð. Þeir voru báður sóttir og fluttir á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Við þurfum á Reykja­víkur­flug­velli að halda

Hvort sem okkur líkar betur eða verr er staðreyndin sú að eldgosatímabil er hafið á Reykjanesskaga, tímabil sem talið er að geti staðið í upp undir 400 ár. Þessi breytta sviðsmynd neyðir okkur til þess að breyta fyrri plönum og taka nýjar ákvarðanir.

Skoðun
Fréttamynd

Féll út­byrðis þegar eldur kviknaði í vélar­rúmi

Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þegar björgunarskipið Þór kom á staðinn hafði hinum tveimur tekist að hífa manninn um borð og slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans.

Innlent
Fréttamynd

Segir Zodiac hafa hirt greiðsluna upp í eldri skuld

Lúther Gestsson, fyrirsvarsmaður félagsins Knarrarvogs ehf (Sportbátar) er afar ósáttur við fjölmiðlaumfjöllun þar sem greint hefur verið frá því að Björgunarsveit Skagfirðingasveit hafi verið hlunnfarin um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.

Innlent
Fréttamynd

Gengið of nærri björgunar­sveitum

Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Önnuðust krefjandi út­kall á hafi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist krefjandi útkall á haf út í slæmu veðri í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna veikinda sem upp komu í togara sem var á veiðum um 20 sjómílur út af Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem birt var á Facebook-síðu þeirra í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt slys á Suður­landi

Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi.

Innlent
Fréttamynd

Héldu að þyrlan væri að fara í sjóinn

„Við héldum að vélin væri að fara, það var bara þannig. Við værum bara búnir að missa hana,“ segir Auðunn Kristinsson, sem var sigmaður á TF-LÍF þegar áhöfn hennar var að bjarga átta aðframkomnum varðskipsmönnum af Triton úr foráttubrimi á strandstað Wilson Muga suður af Sandgerði í desember 2006.

Lífið