Stjörnuspá Siggu Kling

Stjörnuspá Siggu Kling

Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Vatnsberinn: Þá þarftu að þora til að skora

Elsku Vatnsberinn minn, þú hefur verið svo mikið á andlegu nótunum að það er eins og þú sért í einhverju ólýsanlegu flæði og það eru svo miklir töfrar að gerast að þú minnir mig á Harry Potter, það er kátína og gleði yfir litlum sigrum sem eru að gefa af sér stóra sigra á endanum.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Fiskarnir: Mikið pláss fyrir ástina

Elsku Fiskurinn minn, þetta er þinn tími, staður og stund því þú átt afmæli, núna! Það hafa verið töluvert miklar sprengingar í tilfinningum þínum og þú ert að setja spurningamerki við svo margt, á ég að vinna með þessum eða veðja á þessa ást, eins og marsmánuður sé gamlárskvöld, svo þegar þú vaknar eftir þetta partý sérðu að breytingarnar hafa verið góðar.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling komin á Vísi

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir marsmánuð má sjá hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Steingeitin: Fyrirgefðu og yfirgefðu gömul vandamál

Elsku Steingeitin mín, það hefur aldeilis verið nóg að gerast og tíminn hefur liðið eins og örskot, það er eins og þú sért að bíða eftir svari, en samt veistu ekki alveg hvaða svari. Merkúr er áberandi í merkinu þínu og hjálpar þér með hugsanir og orð, tilfinningar og ástríður, svo láttu bara það sem þú vilt flakka og steinhættu að þegja yfir hlutunum því þess er ekki þörf.

Lífið
Fréttamynd

Febrúarspá Siggu Kling – Meyjan: Hvernig væri að deila ábyrgðinni

Elsku Meyjan mín, ég fór persónulega að skoða svo marga sem ég þekki í Meyjunni og það er svo margt að verða betra, en þér er svo oft illt í þínu stóra hjarta sem rúmar svo marga og margt en getur valdið þér sárri angist, svo núna skaltu bara taka eitt skref í einu og með hverju skrefi líður þér betur.

Lífið
Fréttamynd

Nýársspá Siggu Kling – Nautið: Þú átt það svo skilið að búa í höll

Elsku Nautið mitt, það er að ganga í garð bæði spennandi og óvenjulegt ár, þú finnur kraftinn streyma til þín strax í byrjun janúar, tekur ákvarðanir sem þú stendur ótrauður við, og ef þú værir á veðhlaupabraut myndir þú veðja á réttan hest nákvæmlega í janúar eða febrúar, það er tíminn til að spenna bogann hærra en þú bjóst við og þú skýtur jafnvel hærra en þú miðaðir á.

Lífið