Lífið

Marsspá Siggu Kling - Vogin: Þú lærir betur að fara mjúku og mildu leiðina

Sigga Kling skrifar
Elsku Vogin mín, ég elska þetta slagorð, „Vogin vinnur“ – eins dásamleg og þú ert þá krefstu virðingar frá öðrum og vilt vita hver staða þín er. Það er lítið af gráum svæðum í kringum þig þessa dagana, þér finnst annaðhvort allt vera svart eða hvítt, á móti þér eða með, það er svolítill andstæðupyttur í þér.

Þú átt það til að vera mjög miskunnarlaus ef þú bítur eitthvað í þig, hafa samband við lögfræðinga þegar einfaldari leið er til, en eftir því sem þú lærir betur að fara mjúku og mildu leiðina og raða í kringum þig því fólki sem kann lögin sem þú vilt syngja þá gengur allt eins og í sögu. Þú þarft að hugsa: „Ég nenni ekki að berjast, það er til önnur leið“ og þá sérðu hana.

Í þessu havaríi öðlastu miklu meiri skilning á sjálfri þér, eins og þú hristir hausinn og ákveður allt í einu að setja lífið í nýjan farveg og þarna er eitthvað skrifað í orkuna sem þú bjóst ekki við, en spennandi!

Í ástinni þarftu að vera raunsæ, ég þoli ekki þetta orð og ef þú snýrð því við er það eins og að sjá raunina, en þetta þýðir að þú ert að stoppa draumórana, því ef þú ert í sambandi og í raun hamingjusamur þá flöktir alveg ósjálfrátt höfuðtauið á þér í allar áttir og getur drepið í þér sönnu ástina. En ef þú ert svo heppin að vera á lausu geturðu svo sannarlega fengið þann eða þá sem þú vilt því þú ert svo dásamlegur daðrari og þarft ekki að hafa mikið fyrir því að heilla til þín ómótstæðilegar gyðjur eða goð, en gerðu það samt með alvöru í huga, því annað hentar þér ekki, hvorki núna né aldrei.

Knús og kossar, þín Sigga Kling

Frægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga, Skúli Mogensen, Hulda Hólmkelsdóttir fréttakona, Walter Matthau, Olavia Newton John, Ragga Gísla, Steinn Steinarr, Margret Thatcher, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hinn mikli meistari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×