Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Ljúffeng gulrótarkaka í morgun­mat

Ef þig langar í eitthvað bæði næringarríkt og ljúffengt til að byrja daginn er ilvolg gulrótahafrakaka með grískri jógúrt frábær kostur. Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingríms deilir hér einfaldri uppskrift sem bragðast eins og ómótstæðilegur eftirréttur.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„For­réttur sem ég býð öllum upp á“

Matgæðingurinn Svava Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni Ljúfmeti og lekkerheit, útbjó nýverið ljúffengan og einfaldan forrétt úr ferskum burrata-osti, bökuðum kirsuberjatómötum og grænu pestói.

Matur
Fréttamynd

Ís­lensk kjöt­súpa eins og hún gerist best

Á haustdögum er fátt betra en matarmikil og góð súpa. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti uppskriftarsíðunni Döðlur og smjör, deilir hér uppskrift að íslenskri kjötsúpu sem yljar bæði líkama og sál. 

Lífið
Fréttamynd

Skvísur séu al­mennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd

Birna Þórisdóttir, lektor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, segir skvísur almennt frekar næringarsnauðar og að ekki eigi að gefa börnum of mikið af þeim. Mikilvægt sé að þau læri á mat með því að handleika hann og leika með hann. Birna og Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis fóru yfir næringu barna og ungmenna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bragð­góð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk

Það er fátt jafn notalegt og bragðgóðar haustsúpur þegar dimmir og kuldinn færist yfir. Hér er á ferðinni uppskrift að ljúffengri graskers- og púrrlaukssúpu úr smiðju Jönu Steingríms, heilsukokks og jógagyðju, sem kann listina að búa til næringaríkan og bragðgóðan mat.

Lífið
Fréttamynd

Í fyrsta sinn fleiri börn með of­fitu en í undirþyngd

Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga.

Erlent
Fréttamynd

Ljúffengar upp­skriftir undir tuttugu mínútum

Þegar dagurinn er á enda getur verið erfitt að finna út hvað eigi að hafa í matinn, ekki síst þegar tíminn er naumur og krakkarnir orðnir svangir eftir langan dag. Hér eru fjórar uppskriftir sem eru bæði fljótlegar, ljúffengar og barnvænar, allar tilbúnar á innan við 20 mínútum.

Lífið
Fréttamynd

Svona er mat­seðillinn á Litla-Hrauni

„Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna á Hrauninu í sumar, best er þó þegar ég fer inná gangana með föngum og við eyðum hluta úr deginum saman að elda og baka eitthvað gott,“ segir veitingamaðurinn Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel. Hann hóf störf sem matreiðslumaður í fangelsinu á Litla Hrauni og á Hólmsheiði í byrjun maí. 

Lífið
Fréttamynd

Vítamínmarkaðurinn á Ís­landi eins og villta vestrið

Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi.

Innlent
Fréttamynd

Klassískur ítalskur réttur sem allir elska

Hér á ferðinni er klassískur ítalskur pastadiskur sem ber heitið Pasta al Pomodoro, eða einfaldlega pasta með tómötum, toppað með búrrata osti. Ása Reginsdóttir, eigandi veitingastaðarins Olífa, segir réttinn bæði einfaldan og barnvænan.

Lífið
Fréttamynd

Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint

Hér er á ferðinni uppskrift að djúsí Caesar-vefju að hætti félaganna og matreiðslumannanna, Geirs Gunnars Geirssonar og Einars Sigurðar Eiríkssonar hjá Bara matur. Uppskriftin er innblásin af hinu klassíska Caesar-salati og hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok.

Lífið
Fréttamynd

Lit­rík og ljúffeng búddaskál

Það jafnast fátt á við næringaríkar og bragðgóðar máltíðir sem gleðja bæði augað og bragðlaukana. Hér er á ferðinni uppskrift að Tempeh búddaskál sem samanstandur af fjölbreyttu grænmeti, próteini, korni og ljúffengri sósu.

Lífið
Fréttamynd

Endur­heimti lífs­gleðina við gerð ostabakkanna

„Í hvert skipti sem ég er að vinna að þessu þá fæ ég hlýtt í hjartað, því í gegnum þetta náði ég að finna ljósið mitt aftur,“ segir lífskúnstnerinn Edda Mjöll Karlsdóttir sem rekur veitingaþjónustuna Eddu-veislu. Eftir erfiða tíma fór þetta ástríðuverkefni Eddu óvænt á flug en blaðamaður ræddi við hana um ævintýrið.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin í haust

Víbrur borgarinnar taka nú breytingum, brúnir og rauðir litir eru hægt og rólega að færast í aukana, umferðin er stöðugt að þyngjast, yfirhafnirnar eru komnar upp úr geymslunni og fólk þeytist um á meiri hraða. Haustið er komið í allri sinni dýrð en það er uppáhalds árstíð margra tísku- og rútínuunnenda.

Lífið
Fréttamynd

Brúðarbíllinn gömul dráttar­vél frá lang­afa

„Um leið og við byrjum að ganga inn í lundinn skein sólin sem gerði þetta töfrum líkast og má því segja að það hafi staðið mest upp úr,“ segir hin nýgifta Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, náttúru- og umhverfisfræðingur, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Matthías Karl Guðmundsson vélfræðing í ágúst síðastliðnum, að heiðnum sið. Freyja ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr.

Lífið
Fréttamynd

Fjórðungur drekki orkudrykki dag­lega

Í nýrri samantekt á vegum embættis landlæknis segir að rúmur fjórðungur þeirra á aldrinum átján til 34 ára drekki orkudrykki á hverjum degi. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory

Thai kjúklinga salatvefjur með kókósnúðlum og fersku grænmeti eru einn af vinsælustu réttum hins margrómaða veitingastaðar Cheesecake Factory í Bandaríkjunum. Staðurinn er þekktur fyrir fjölbreyttan matseðil og ríkulega skammta.

Lífið
Fréttamynd

Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu

Veitingastaðurinn LaBarceloneta í Templarasundi hefur verið viðurkenndur af spænskum stjórnvöldum. Hér upplifa gestir því sannarlega ekta spænska matarmenningu en LaBarceloneta sérhæfir sig í hinni hefðbundnu Paellu og tapasréttum meðal annars.

Lífið samstarf