Sportið í dag: „ÍSÍ kemur sínum skilaboðum aldrei á framfæri“ Strákarnir í Sportinu í dag furða sig á þögn ÍSÍ í tengslum við æfinga- og keppnisbann í íslenskum íþróttum vegna kórónuveirunnar. Sport 7. apríl 2021 13:30
Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. Erlent 7. apríl 2021 12:48
Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. Innlent 7. apríl 2021 12:24
Gætu tengst ferðalang sem mögulega smitaðist aftur á Íslandi Hópur á Suðurlandi greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Smitin tengjast hugsanlega landamærasmiti, þar sem mögulegt er að einstaklingur með mótefni hafi smitast aftur af veirunni eftir komuna hingað til lands. Innlent 7. apríl 2021 11:35
Smitunum hjá liði Söru fjölgar enn Allur leikmannahópur Evrópumeistara Lyon er kominn í einangrun vegna fjölda kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Lyon. Fótbolti 7. apríl 2021 11:16
„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. Innlent 7. apríl 2021 11:07
Ellefu greindust innanlands og sex utan sóttkvíar Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. Innlent 7. apríl 2021 10:58
Vonar að 13. október verði búið að aflétta öllu Kári Stefánsson segist mjög bjartsýnn á að búið verði að aflétta öllum Covid-aðgerðum næsta haust. Lífið 7. apríl 2021 10:01
Vilja nýja lagasetningu strax Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að Alþingi komi saman án tafar til þess að ráðast í lagasetningu sem rennir stoðum undir nauðsynlegar sóttvarnir á landamærunum. Það felur í sér að kalla þarf þingmenn heim úr páskafríi. Innlent 7. apríl 2021 10:00
Stöðva tímabundið bóluefnarannsóknir á börnum Vísindamenn AstraZeneca og Oxford-háskóla hafa stöðvað tímabundið bólusetningar barna með bóluefni sínu gegn Covid-19. Ákveðið hefur verið að bíða á meðan breska lyfjastofnunin (MHRA) rannsakar tengsl bóluefnsisins við sjaldgæfa blóðtappa. Erlent 7. apríl 2021 07:56
Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. Erlent 6. apríl 2021 23:49
Búast við að súrálsskipið sigli um eða eftir helgi Átján skipverjar sem eru enn um borð í súrálsskipi á Reyðafirði þar sem kórónuveirusmit komu upp fóru í sýnatöku í dag og er niðurstaðna sagt að vænta í kvöld eða í fyrramálið. Búist er við því að skipið geti látið úr höfn um eða eftir helgi komi ekkert upp á. Innlent 6. apríl 2021 23:23
Ekki á því að loka landamærunum Forsætisráðherra segist ekki hafa sannfæringu fyrir því að loka landamærunum þar til tekist hefur að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Breyta þurfi reglugerð um sóttkvíarhótel svo að hún standist lög. Innlent 6. apríl 2021 22:49
Gnabry greindist með veiruna og missir af leiknum gegn PSG annað kvöld Evrópumeistarar Bayern München hafa orðið fyrir öðru áfalli fyrir fyrri leik liðsins gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 6. apríl 2021 22:31
Virkir í athugasemdum misstu stjórnina við frétt Evu Bjarkar Í Brennslunni í morgun var mikið rætt um ummæli virkra í athugasemdum við umtalað viðtal við íþróttafréttakonuna Evu Björk Benediktsdóttur. Í viðtalinu lýsir Eva Björk upplifun sinni af dvöl á sóttvarnarhótelinu við Þórunnartún. Lífið 6. apríl 2021 21:00
Will.i.am hannaði grímur með innbyggðum heyrnatólum Will.i.am setur eigin sóttvarnargrímur á markað á fimmtudag. Xupermask eru ekki þessar hefðbundnu andlitsgrímur, heldur innihalda þær heyrnatól og hljóðnema. Tíska og hönnun 6. apríl 2021 20:01
Afnám harðra sóttvarnaaðgerða gæti dregist á langinn Sóttvarnalæknir segir að harðar sóttvarnaaðgerðir innanlands gætu varað lengur ef ekki verði hægt að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli milli tveggja skimana eftir komuna til landsins. Innlent 6. apríl 2021 19:20
Á annað hundrað manns yfirgefa sóttkvíarhótelið Um 120 manns sem hafa fengið niðurstöður úr seinni sýnatöku yfirgefa sóttkvíarhótelið í Reykjavík í dag og í kvöld. Manneskja sem fór í skimun vegna einkenna sem komu fram á hótelinu greindist með kórónuveirusmit en fékk að fara heim til sín í einangrun. Innlent 6. apríl 2021 19:04
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. Innlent 6. apríl 2021 18:36
Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. Innlent 6. apríl 2021 17:25
„Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. Innlent 6. apríl 2021 15:36
Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. Innlent 6. apríl 2021 14:18
Lækkun á nýgengi krabbameina fyrripart árs 2020 vegna Covid-19 Í samanburði við meðaltal áranna 2017 til 2019 varð lækkun á nýgengi krabbameina í mars, apríl og maí 2020. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Læknablaðinu en höfundar telja líklegt að þetta megi rekja til faraldurs SARS-CoV-2. Innlent 6. apríl 2021 12:55
Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. Innlent 6. apríl 2021 12:23
Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. Innlent 6. apríl 2021 12:11
Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. Innlent 6. apríl 2021 12:04
Sennilega sitja þær Katrín og Áslaug Arna með Svandísi í súpunni Dómurinn var afdráttarlaus: Ekki má halda fólki í sóttkví á sóttvarnahóteli ef það á í önnur hús að venda. Samkvæmt heimildum Vísis hyggjast Píratar kalla eftir gögnum sem lágu til grundvallar þegar málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi. Innlent 6. apríl 2021 11:30
Úrskurðurinn kærður til Landsréttar Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250. Innlent 6. apríl 2021 11:15
Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Innlent 6. apríl 2021 11:14
Hvernig skal sjóða íslenskan frosk Nú er ár liðið. Líf okkar hefur breyst mikið og við getum ekki lengur sagt með góðri samvisku að við búum í frjálsu samfélagi. Það sem átti að vera nokkurra vikna átak til að fletja út kúrfu er orðið að tímalausri styrjöld við veiru sem er ekki hægt að útrýma og til þess eigum við öll að vera tilbúin að fórna frelsi okkar. Skoðun 6. apríl 2021 11:01