Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Jónas Guðni: Létum veðrið ekki pirra okkur

„Þetta var sannfærandi sigur. Bæði lið voru lengi að finna taktinn enda voru aðstæður til knattspyrnuiðkunar ekki upp á það besta hér í kvöld," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, sem lék afar vel á miðjunni hjá KR-ingum í 0-4 sigri þeirra á Grindavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orri Freyr: Þetta er skandall

„Það er lítið að ganga upp hjá okkur þessa dagana. Það verður bara að segjast eins og er. Í hvert skipti sem við missum boltann er okkur refsað," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, hundfúll eftir 0-4 tapið gegn KR í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Freyr: Við guggnuðum

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var heldur niðurlútur eftir að hans lið tapaði fyrir Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í kvöld á dramatískan máta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sverrir kominn til FH

Nú er ljóst að Sverrir Garðarsson mun spila með FH-ingum í sumar eftir að gengið var frá lánssamningi þess efnis við sænska B-deildarliðið GIF Sundsvall.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar fljúga frá Bakka til Eyja

ÍBV leikur sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deild karla í kvöld og verður þá lið Breiðabliks í heimsókn. Þó nokkuð rok hefur verið á suðurlandi í dag en þó er enn flogið til Eyja.

Íslenski boltinn