Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ólafur: Erum að tjasla hópnum saman

Það eru allar líkur á því að Alfreð Finnbogason og Kristinn Jónsson verði með Breiðabliki í kvöld þegar liðið heimsækir Grindavík. Blikar hafa verið að glíma við meiðsli síðustu vikur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Frammarar tóku öll stigin gegn Þrótti

Frammarar mættu Þrótti í kvöld á Valbjarnarvelli. Fram var með ellefu stig í áttunda sæti fyrir leikinn en Þróttarar á botninum með fimm stig. Fyrri hálfleikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtun og gerðist fátt framan af. Frammarar áttu þó skot í stöng í lok hálfleiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar: Þurfum að sækja stig í kvöld

„Við erum bara komnir í þá stöðu að við þurfum að sækja stig í kvöld, það er pottþétt. Helst þrjú," segir Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar. Hans menn mæta Fram í kvöld en Þróttarar sitja á botni deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fanndís líklega með á móti Noregi

U-19 ára landslið kvenna í knattspyrnu mætir Noregi í opnunarleik sínum á lokakeppni EM sem fram fer í Hvíta-Rússlandi þessa dagana en íslensku stelpurnar eru auk Noregs með Svíþjóð og Englandi í riðli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helgi: Sýndum frábæran karakter

Framherjinn Helgi Sigurðsson var líflegur í 3-4 sigurleik Vals gegn KR á KR-vellinum í dag. Helgi skoraði eitt mark úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur en Bjarni Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsta tap KA-manna staðreynd

KA-menn töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í 1. deildinni þetta sumarið þegar þeir heimsóttu Víking Reykjavík. Chris Vorenkamp skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sævar Þór jafnaði í lokin

Sævar Þór Gíslason hefur skorað átta mörk í síðustu þremur leikjum Selfyssinga í 1. deildinni. Hann skoraði bæði mörk liðsins þegar það gerði 2-2 jafntefli við Hauka í toppslag í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni: Markið var kolólöglegt

Bjarni Jóhannsson var ósáttur í leikslok eftir að hans menn lágu fyrir Fjölni í Grafarvogi. Bjarni vildi meina að annað mark Fjölnis hefði verið kolólöglegt og sagði það algjöran vendipunkt í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH-ingar hafa ekki unnið Fylki í Krikanum síðan 2004

FH-ingar taka í kvöld á móti Fylki í Pepsi-deild karla en það má segja að það hafi verið Árbæjargrýla í Kaplakrika undanfarin fimm ár. Síðast þegar FH vann heimaleik á móti Fylki í úrvalsdeildinni þá hafði félagið aldrei orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mótherjar Fram í kvöld eru ekki frá Wales eftir allt saman

Framarar mæta liði The New Saints F.C. í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en liðið er fulltrúi Wales í keppninni. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að liðið er í raun með aðsetur í Oswestry í Shropshire-fylki í Englandi og spilar heimaleiki sína á Park Hall vellinum í þessum enska bæ sem er rétt við landamæri Englands og Wales.

Íslenski boltinn