Ólafur: Erum að tjasla hópnum saman Það eru allar líkur á því að Alfreð Finnbogason og Kristinn Jónsson verði með Breiðabliki í kvöld þegar liðið heimsækir Grindavík. Blikar hafa verið að glíma við meiðsli síðustu vikur. Íslenski boltinn 13. júlí 2009 15:22
Umfjöllun: Frammarar tóku öll stigin gegn Þrótti Frammarar mættu Þrótti í kvöld á Valbjarnarvelli. Fram var með ellefu stig í áttunda sæti fyrir leikinn en Þróttarar á botninum með fimm stig. Fyrri hálfleikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtun og gerðist fátt framan af. Frammarar áttu þó skot í stöng í lok hálfleiksins. Íslenski boltinn 13. júlí 2009 14:30
Gunnar: Þurfum að sækja stig í kvöld „Við erum bara komnir í þá stöðu að við þurfum að sækja stig í kvöld, það er pottþétt. Helst þrjú," segir Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar. Hans menn mæta Fram í kvöld en Þróttarar sitja á botni deildarinnar. Íslenski boltinn 13. júlí 2009 13:21
Clements: Heimir vill ná átta stigum úr næstu fjórum leikjum „Við ætluðum klárlega að ná þremur stigum, pressa þá hátt og berjast eins og ljón,“sagði Chris Clements sem átti flottan leik fyrir ÍBV í kvöld. Íslenski boltinn 12. júlí 2009 23:00
Bjarni Hólm: Stuðningsmenn ÍBV hafa allan rétt til þess að púa Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson hjá Keflavík var ekki nógu sáttur við að taka ekki þrjú stig gegn sínum gömlu félögum í ÍBV. Íslenski boltinn 12. júlí 2009 22:45
Umfjöllun: Sanngjarnt jafntefli í fjörugum leik Eyjamenn tóku á móti Keflavík í blíðunni í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun í alla staði en endaði með sanngjörnu jafntefli 2-2. Íslenski boltinn 12. júlí 2009 22:30
Fanndís líklega með á móti Noregi U-19 ára landslið kvenna í knattspyrnu mætir Noregi í opnunarleik sínum á lokakeppni EM sem fram fer í Hvíta-Rússlandi þessa dagana en íslensku stelpurnar eru auk Noregs með Svíþjóð og Englandi í riðli. Íslenski boltinn 12. júlí 2009 17:00
Jafntefli hjá ÍBV og Keflavík í Eyjum ÍBV og Keflavík skildu jöfn, 2-2, í fjörugum leik í Pepsi-deild karla í fótbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 12. júlí 2009 00:01
Umfjöllun: Frækinn Valssigur í fyrsta deildarleik Atla Valsmenn gerðu góðu ferð í Vesturbæinn í dag og unnu þar 3-4 sigur gegn erkifjendunum í KR í bráðfjörugum leik á KR-vellinum í Pepsi-deild karla. Íslenski boltinn 11. júlí 2009 20:15
Atli: Erum til alls líklegir í sumar Atli Eðvaldsson stýrði Valsmönnum til sigurs í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið í Pepsi-deildinni gegn KR í dag. Atli var gríðarlega sáttur með stigin þrjú. Íslenski boltinn 11. júlí 2009 19:30
Jónas Guðni: Vinnum ekki leiki með því að fá á okkur fjögur mörk Jónas Guðni Sævarsson fyrirliði KR var að vonum svekktur í leikslok með tapið gegn Val en kvað KR-inga geta tekið margt gott út úr leiknum. Íslenski boltinn 11. júlí 2009 19:00
Helgi: Sýndum frábæran karakter Framherjinn Helgi Sigurðsson var líflegur í 3-4 sigurleik Vals gegn KR á KR-vellinum í dag. Helgi skoraði eitt mark úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur en Bjarni Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Íslenski boltinn 11. júlí 2009 18:30
Valsmenn unnu frækinn sigur á KR-ingum Valsmenn sýndu gríðarlegan karakter þegar þeir unnu 3-4 sigur gegn KR í Pepsi-deild karla eftir að hafa lent í tvígang undir í leiknum. Íslenski boltinn 11. júlí 2009 00:01
Fyrsta tap KA-manna staðreynd KA-menn töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í 1. deildinni þetta sumarið þegar þeir heimsóttu Víking Reykjavík. Chris Vorenkamp skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu. Íslenski boltinn 10. júlí 2009 22:02
Afturelding/Fjölnir með öruggan sigur Einn leikur var í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Afturelding/Fjölnir vann öruggan 4-0 sigur á Keflavík. Íslenski boltinn 10. júlí 2009 21:56
Grindvíkingar grobbnir af sínum heimavelli Grindvíkingar eru afar ánægðir með völlinn sinn þessa daganna sem sjá má í frétt á heimasíðu félagsins. Þar er skrifað að Grindavíkurvöllur hafi líklega aldrei litið eins vel út. Íslenski boltinn 10. júlí 2009 18:30
Freyr og Hjörtur Logi frá í tvær til þrjár vikur Fjórir leikmenn FH fóru meiddir af velli í 3-2 sigrinum gegn Fylki í gær. Íslandsmeistararnir þurftu því að leika manni færri í rúman hálftíma en þrátt fyrir það tókst þeim að tryggja sér sigur. Íslenski boltinn 10. júlí 2009 15:01
Heimir: Hef aldrei lent í öðru eins Heimir Guðjónsson þjálfari FH var ánægður með að sitt lið héldi áfram að sækja þrátt fyrir að vera einum færri síðasta hálftímann í leiknum. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 22:53
Ásgeir Börkur: Svekkjandi að fá ekkert út úr þessu Ásgeir Börkur Ásgeirsson, jaxlinn á miðjunni hjá Fylki, var að vonum svekktur að fá ekki stig í það minnsta út úr leiknum gegn FH í kvöld. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 22:36
Sævar Þór jafnaði í lokin Sævar Þór Gíslason hefur skorað átta mörk í síðustu þremur leikjum Selfyssinga í 1. deildinni. Hann skoraði bæði mörk liðsins þegar það gerði 2-2 jafntefli við Hauka í toppslag í kvöld. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 22:18
Jónas Grani: Hann fór í hendina á mér Jónas Grani Garðarsson skoraði annað mark Fjölnis þegar þeir unnu góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Grafarvogi í kvöld. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 21:52
Bjarni: Markið var kolólöglegt Bjarni Jóhannsson var ósáttur í leikslok eftir að hans menn lágu fyrir Fjölni í Grafarvogi. Bjarni vildi meina að annað mark Fjölnis hefði verið kolólöglegt og sagði það algjöran vendipunkt í leiknum. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 21:39
Keflavík gerði jafntefli og er úr leik Keflavík og Valletta frá Möltu gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í Evrópudeild UEFA. Þetta var síðari leikur liðanna en Valletta vann fyrri leikinn örugglega 3-0 og kemst því áfram samanlagt 5-2. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 21:19
Framarar komnir áfram í Evrópukeppninni eftir sigur í Wales Framarar unnu 2-1 sigur á The New Saints F.C. í seinni leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram í Oswestry í Englandi. Fram er því komið áfram 4-2 samanlagt. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 20:17
Umfjöllun: Matthías tryggði FH-ingum 3-2 sigur á Fylki FH lagði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Kaplakrika í kvöld þrátt fyrir að leika einum færri síðasta hálftímann eftir að hafa misst fjórða leikmanninn útaf vegna meiðsla. Matthías Vilhjálmsson skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 19:00
Þórunn Helga valin í landsliðið fyrir tvo vináttuleiki Þórunn Helga Jónsdóttir, leikmaður brasilíska liðsins Santos, er eini nýliðinn í 20 manna hópi sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur valið fyrir vináttulandsleiki við England og Danmörku. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 18:57
Umfjöllun: Langþráður sigur Fjölnis Fjölnismenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni í Pepsi-deild karla í kvöld. Þeir lyftu sér þar með úr fallsæti en Stjarnan situr í 3.sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Fylkir. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 18:15
Toppslagur í 1. deildinni á Selfossi í kvöld Tvö efstu lið 1. deildar karla mætast í toppslag á Selfossi í kvöld. Heimamenn í Selfossi taka þá á móti Haukum. Selfoss er í efsta sætinu og hefur þriggja stiga forskot á Hauka sem getur náð toppsætinu af þeim með sigri. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 18:00
FH-ingar hafa ekki unnið Fylki í Krikanum síðan 2004 FH-ingar taka í kvöld á móti Fylki í Pepsi-deild karla en það má segja að það hafi verið Árbæjargrýla í Kaplakrika undanfarin fimm ár. Síðast þegar FH vann heimaleik á móti Fylki í úrvalsdeildinni þá hafði félagið aldrei orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 17:15
Mótherjar Fram í kvöld eru ekki frá Wales eftir allt saman Framarar mæta liði The New Saints F.C. í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en liðið er fulltrúi Wales í keppninni. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að liðið er í raun með aðsetur í Oswestry í Shropshire-fylki í Englandi og spilar heimaleiki sína á Park Hall vellinum í þessum enska bæ sem er rétt við landamæri Englands og Wales. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 16:15