Íslenski boltinn

Umfjöllun: Matthías tryggði FH-ingum 3-2 sigur á Fylki

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Atli Viðar Björnsson, framherji FH-inga.
Atli Viðar Björnsson, framherji FH-inga.

FH lagði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Kaplakrika í kvöld þrátt fyrir að leika einum færri síðasta hálftímann eftir að hafa misst fjórða leikmanninn útaf vegna meiðsla. Matthías Vilhjálmsson skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok.

Það leikur ekkert lið auðveldan leik á móti Fylki og ef FH-ingar hafi haldið annað eftir að hafa skorað strax á annarri mínútu þá fengu þeir að kynnast gæðum og baráttugleði Fylkis sem var komið yfir eftir aðeins 18. mínútna leik.

FH hefur nú sigrað ellefu leiki í röð í deildinni og þeir sýndu síðustu tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik af hverju það er. Liðið fékk fjölmörg færi áður en Atli Viðar jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok og hefðu hæglega getað bætt við marki þegar Alexander Söderlund skallaði í stöngina rétt áður en Kristinn Jakobsson flautið til leikhlés.

Fyrri hálfleikurinn var bráðfjörugur en sá síðari einkenndist af meiri baráttu og hafði það mikil áhrif að Hjörtur Logi Valgarðsson varð fjórði FH-ingurinn til að fara meiddur af leikvelli þegar enn var hálftími eftir af venjulegum leiktíma.

FH var sterkari aðilinn þrátt fyrir að vera einum færri en færin voru ekki mörg en flest féllu þau í skaut heimamanna sem tryggðu sér sigurinn þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.

Fylkismenn reyndu allt hvað þeir gátu að jafna metin en náðu ekki að setja boltann á markið og því fagnaði FH sigri og er komið með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en Fylkir er sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar.

 

FH-Fylkir 3-2

1-0 Atli Viðar Björnsson ´2

1-1 Ingimundur Níels Óskarsson ´10

1-2 Kjartan Ágúst Breiðdal ´18

2-2 Atli Viðar Björnsson ´41

3-2 Matthías Vilhjálmsson ´86

Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 1758

Dómari: Kristinn Jakobsson 6

Skot (á mark): 13-4 (3-2)

Varið: Daði 0 - Fjalar 2

Aukaspyrnur: 16-12

Horn: 7-5

Rangstöður: 3-5

FH 4-3-3:

Daði Lárusson 4

Pétur Viðarsson 6

Tommy Nielsen 7

Freyr Bjarnason 4

(42. Sverrir Garðarsson 7)

Hjörtur Logi Valgarðsson 6

Davíð Þór Viðarsson 6

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -

(12. Alexander Söderlund 6)

Tryggvi Guðmundsson 6

(50. Hákon Atli Hallfreðsson 5)

Matthías Vilhjálmsson 6

*Atli Viðar Björnsson 7 Maður leiksins

Atli Guðnason 7

Fylkir 4-3-3:

Fjalar Þorgeirsson 5

Andrés Már Jóhannesson 6

Kristján Valdimarsson 6

Einar Pétursson 4

Tómas Þorsteinsson 4

(42. Jóhann Þórhallsson 5)

Valur Fannar Gíslason 6

(46. Ólafur Ingi Stígsson 6)

Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7

Halldór Arnar Hilmisson 5

Ingimundur Níels Óskarsson 6

Albert Brynjar Ingason 6

(64. Pape Mamadou Faye 5)

Kjartan Ágúst Breiðdal 6






Fleiri fréttir

Sjá meira


×