Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Millwall í 8-liða úrslit bikarsins

Millwall komst í dag í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Wimbledon. Þetta er í þriðja sinn á sjö árum sem Millwall kemst í hóp átta síðustu liðanna í bikarkeppninni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Svava Rós skoraði í sænska bikarnum

Fjölmargir leikir fóru fram í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði fyrir Kristianstad í 3-0 sigri á Limhamn Bunkeflo.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur hjá Kristrúnu og Roma

Kristrún Antonsdóttir og stöllur hennar í Roma unnu 3-2 sigur á Orabica í úrvalsdeild kvenna á Ítalíu í dag. Þá töpuðu Eva Davíðsdóttir og Ajax frá Kaupmannahöfn gegn liði Árósa í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Sport
Fréttamynd

Ferguson stýrir United í afmælisleik

Alex Ferguson mun snúa aftur á hliðarlínuna á Old Trafford til að stýra Manchester United gegn Bayern Munchen í góðgerðaleik af því tilefni að 20 ár eru liðin frá mögnuðum úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Góður sigur Blika í Lengjubikarnum

Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Gróttu í D-riðli Lengjubikars karla í dag. Brynjólfur Darri Willumsson og Alexander Helgi Sigurðarson skoruðu mörk Blika sem eru því komnir með þrjú stig í riðlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Býður United í Sancho?

Enska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að Manchester United ætli sér að bjóða 70 milljónir punda í Jadon Sancho leikmann Borussia Dortmund.

Enski boltinn
Fréttamynd

Capoue skaut Watford áfram

Úrvalsdeildarlið Watford sló Championshipdeildar lið QPR úr ensku bikarkeppninni í kvöld. Etienne Capoue skoraði eina mark leiksins fyrir Watford.

Enski boltinn