Millwall í 8-liða úrslit bikarsins Millwall komst í dag í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Wimbledon. Þetta er í þriðja sinn á sjö árum sem Millwall kemst í hóp átta síðustu liðanna í bikarkeppninni. Enski boltinn 16. febrúar 2019 16:53
Janus Daði með þrjú mörk í sigri Álaborgar Janus Daði Smárason og félagar hans í Álaborg unnu öruggan sigur á Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Enski boltinn 16. febrúar 2019 16:37
Svava Rós skoraði í sænska bikarnum Fjölmargir leikir fóru fram í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði fyrir Kristianstad í 3-0 sigri á Limhamn Bunkeflo. Fótbolti 16. febrúar 2019 15:53
Sigur hjá Kristrúnu og Roma Kristrún Antonsdóttir og stöllur hennar í Roma unnu 3-2 sigur á Orabica í úrvalsdeild kvenna á Ítalíu í dag. Þá töpuðu Eva Davíðsdóttir og Ajax frá Kaupmannahöfn gegn liði Árósa í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Sport 16. febrúar 2019 15:30
Lærisveinar Lampards réðu ekki við Mávana Ævintýri Frank Lampards og félaga í Derby County í enska bikarnum er á enda eftir tap gegn úrvalsdeildarliði Brighton í dag. Lokatölur 2-1 og Brighton því komið áfram í næstu umferð. Enski boltinn 16. febrúar 2019 14:30
Öruggur sigur Blikakvenna Breiðablik vann stórsigur á Selfyssingum í A-deild Lengjubikars kvenna í dag. Lokatölur 6-0 en þetta voru fyrstu leikir liðanna í Lengjubikarnum. Íslenski boltinn 16. febrúar 2019 14:01
Alexander Helgi gerir þriggja ára samning við Breiðablik Miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. Alexander vakti athygli þegar hann var á láni hjá Víkingi Ólafsvík í fyrra en sneri aftur í Kópavoginn á miðju tímabili. Íslenski boltinn 16. febrúar 2019 14:00
Ferguson stýrir United í afmælisleik Alex Ferguson mun snúa aftur á hliðarlínuna á Old Trafford til að stýra Manchester United gegn Bayern Munchen í góðgerðaleik af því tilefni að 20 ár eru liðin frá mögnuðum úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Enski boltinn 16. febrúar 2019 13:06
Bjarni Ólafur: Mjög líklegt að ég sé hættur Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara Vals segir að hann sé líklega hættur að leika knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu. Fótbolti 16. febrúar 2019 12:22
Góður sigur Blika í Lengjubikarnum Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Gróttu í D-riðli Lengjubikars karla í dag. Brynjólfur Darri Willumsson og Alexander Helgi Sigurðarson skoruðu mörk Blika sem eru því komnir með þrjú stig í riðlinum. Íslenski boltinn 16. febrúar 2019 12:06
Býður United í Sancho? Enska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að Manchester United ætli sér að bjóða 70 milljónir punda í Jadon Sancho leikmann Borussia Dortmund. Enski boltinn 16. febrúar 2019 11:30
Smalling: Ole kom til Manchester með eitt skýrt markmið Chris Smalling segir Ole Gunnar Solskjær hafa komið aftur til Manchester United með eitt markmið í huga. Að koma trú aftur í leikmennina. Enski boltinn 16. febrúar 2019 10:00
Guardiola: City mun þjást gegn Newport Manchester City mun þjást gegn Newport í ensku bikarkeppninni í dag. Þetta segir Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City. Enski boltinn 16. febrúar 2019 06:00
Scottie Pippen: LeBron er ekki líkur Jordan og ekki einu sinni Kobe Scottie Pippen lét LeBron James aðeins heyra það þegar kemur að samanburðinum á LeBron og Michael Jordan. Körfubolti 15. febrúar 2019 23:15
Capoue skaut Watford áfram Úrvalsdeildarlið Watford sló Championshipdeildar lið QPR úr ensku bikarkeppninni í kvöld. Etienne Capoue skoraði eina mark leiksins fyrir Watford. Enski boltinn 15. febrúar 2019 21:52
Bayern kom til baka gegn félögum Alfreðs Liðsfélagar Alfreðs Finnbogasonar í Augsburg töpuðu fyrir Bayern München í þýsku Bundesligunni í kvöld. Juventus er enn ósigrað á toppi Seria A Fótbolti 15. febrúar 2019 21:25
FH hafði betur gegn Víkingi Afturelding og FH unnu bæði fyrstu leiki sína í Lengjubikar karla. Afturelding mætti Fram á Framvelli og FH spilaði við Víking í Egilshöll. Íslenski boltinn 15. febrúar 2019 21:09
Fjölnir vann HK í Lengjubikarnum Fjölnir vann sigur á HK í fyrsta leik beggja liða í Lengjubikarnum þetta árið. Liðin mættust í Kórnum í kvöld. Íslenski boltinn 15. febrúar 2019 20:08
Betra fyrir íþróttamenn að spila á náttúrulegu grasi Vallarstjóri hjá NFL liðinu Pittsburgh Steelers segir það betra fyrir íþróttamenn að spila á náttúrulegu grasi, en hann skilji þó þá þróun að lið færi sig yfir á gervigras. Íslenski boltinn 15. febrúar 2019 20:00
Rúrik lagði upp í Íslendingaslag Rúrik Gíslason lagði upp mark Sandhausen sem gerði jafntefli við Darmstadt í Íslendingaslag í þýsku B-deildinni í fótbolta. Fótbolti 15. febrúar 2019 19:26
Bann Zaha fyrir að klappa fyrir dómaranum stendur Wilfried Zaha missir af bikarleik Crystal Palace og Doncaster á sunnudaginn eftir að hafa klappað fyrir dómaranum sem gaf honum rautt spjald í leik Palace og Southampton. Enski boltinn 15. febrúar 2019 19:00
Chelsea og Malmö ákærð fyrir hegðun stuðningsmanna Chelsea og Malmö hafa bæði verið ákærð af UEFA fyrir óærðir stuðningsmanna á leik liðanna í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Fótbolti 15. febrúar 2019 18:00
Willum orðinn leikmaður BATE BATE Borisov tilkynnti í dag um komu Willums Þórs Willumssonar til félagsins. Fótbolti 15. febrúar 2019 17:13
Jürgen Klopp var nálægt því að verða stjóri Bayern München Næsti leikur hjá Jürgen Klopp og lærisveinum hans í Liverpool er á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 15. febrúar 2019 16:30
Síle bætist í hópinn fyrir suðurameríska HM 2030 framboðið Það eru talsverðar líkur á því að HM í fótbolta árið 2030 verði haldið í Suður-Ameríku. Síle hefur nú bæst í hópinn með Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ sem vilja fá að halda keppnina öll saman. Fótbolti 15. febrúar 2019 16:00
Hin fjölhæfa og vinsæla María Þóris framlengdi til Chelsea til ársins 2021 Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir verður áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea en félagið tilkynnti um nýjan samning. Enski boltinn 15. febrúar 2019 15:30
Martial og Lingard missa báðir af leikjunum við Chelsea og Liverpool Anthony Martial og Jesse Lingard verða báðir frá næstu vikurnar og verða því ekki með liði Manchester United liðinu í bikarleiknum á móti Chelsea á mánudagskvöldið. Enski boltinn 15. febrúar 2019 14:50
Hvorki Margrét Lára né nokkur önnur örugg með sæti í landsliðinu Jón Þór Hauksson er að stokka spilin fyrir undankeppni EM 2021 sem hefstí haust. Fótbolti 15. febrúar 2019 14:30
Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. Fótbolti 15. febrúar 2019 13:52
Eiginkonan neitar að tala við Man. United-manninn eftir tapleiki Miðvörður Manchester United er svo tapsár að eiginkonan vill ekkert með hann hafa fyrstu klukkutímana eftir tapleiki. Enski boltinn 15. febrúar 2019 13:30