Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Petrov meiddist á hné

    Búlgarski vængmaðurinn Martin Petrov verður ekki með liði sínu Manchester City á næstunni eftir að hafa meiðst á hné í leik Búlgara og Georgíumanna á miðvikudaginn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Reid úr leik í vetur hjá Blackburn

    Írski landsliðsmaðurinn Steven Reid hjá Blackburn getur ekki spilað meira með liði sínu á leiktíðinni. Reid þarf að fara í hnéaðgerð og verður sex til sjö mánuði að ná sér eftir hana.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Beckham til Englands á ný?

    Breska blaðið Daily Telegraph greinir frá því í dag að enski landsliðsmaðurinn David Beckham hafi áhuga á að ganga í raðir liðs í ensku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Basile segir af sér

    Alfio Basile, landsliðsþjálfari Argentínu í knattspyrnu, hefur sagt af sér eftir að liðið tapaði 1-0 fyrir Chile í undankeppni HM á miðvikudagskvöldið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Torres missir af næstu þremur leikjum

    Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hefur staðfest að Fernando Torres muni ekki leika með liði sínu í næstu þremur leikjum vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Spánverja og Belga í gær.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fabregas hugsanlega nefbrotinn

    Óvíst er hvort spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas geti spilað með liði sínu Arsenal gegn Everton um helgina eftir að hann fékk högg á nefið í landsleik Spánverja og Belga í gær.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Owen meiddur á nára

    Forráðamenn Newcastle óttast að fyrirliðinn Michael Owen gæti misst úr allt að mánuð með liðinu vegna nárameiðsla. Owen meiddist á æfingu í gær og beðið er eftir niðurstöðu myndatöku.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Torres meiddist í gær

    Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool þurfti að fara af velli snemma leiks í gær þegar Spánverjar lögðu Belga í undankeppni HM.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kinnear fékk aðvörun

    Joe Kinnear, settur knattspyrnustjóri Newcastle, hefur fengið aðvörun frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa látið blótsyrðunum rigna yfir fjölmiðlamenn á fundi fyrir tveimur vikum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tristan til West Ham

    Sóknarmaðurinn Diego Tristan er genginn til liðs við West Ham á frjálsri sölu. Þessi spænski sóknarmaður hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Livorno eftir síðasta tímabil.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Capello býst við erfiðum leik

    Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, varar við því að Hvíta Rússland sé sýnd veiði en ekki gefin. Þjóðirnar mætast í undankeppni HM annað kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Santa Cruz hefur áhuga á að fara til Man City

    Roque Santa Cruz, sóknarmaður Blackburn hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að ganga til liðs við Manchester City. Mark Hughes, núverandi stjóri City, fékk Cruz til liðs við Blackburn þegar hann hélt um stjórnartaumana á Ewood Park.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Moyes framlengir við Everton

    Knattspyrnustjórinn David Moyes hefur eytt öllum vafa um framtíð sína með því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Everton. Moyes er 45 ára og hefur verið við stjórn hjá Everton síðan í mars 2002.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Milan að bjóða í Agger?

    Ítalska blaðið Il Corriere Dello Sport heldur því fram í dag að AC Milan sé ákveðið í að kaupa danska varnarmanninn Daniel Agger af Liverpool.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Newcastle þokast nær sölu

    Salan á Newcastle United er á góðu skriði að sögn Keith Harris hjá fjárfestingabankanum Seymor Pierce. Harris fékk það verkefni að sjá um söluna á félaginu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bestu erlendu sóknarmenn enska boltans

    Það hafa margir erlendir sóknarmenn náð að slá í gegn í enska boltanum. Gott dæmi er Fernando Torres hjá Liverpool. The Sun hefur tekið saman lista yfir tíu bestu erlendu sóknarmennina sem leikið hafa í ensku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Alonso hefur enn áhuga á Juventus

    Xabi Alonso, miðjumaður Liverpool, segist enn áhugasamur um að ganga til liðs við ítalska liðið Juventus. Alonso var á óskalista Juventus í sumar en ekkert varð af því að félagið keypti hann.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gerrard viðurkennir að ná ekki saman með Lampard

    „Það þýðir ekkert annað en að segja sannleikann. Ég og Frank höfum ekki verið að ná vel saman. Við viðurkennum það," sagði Steven Gerrard en mikið hefur verið talað um að hann og Frank Lampard geti ekki spilað saman á miðju enska landsliðsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Cole og Terry meiddir

    Varnarmennirnir Ashley Cole og John Terry munu ekki leika með enska landsliðinu þegar það sækir Hvít-Rússa heim í undankeppni EM á miðvikudagskvöldið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Real enn á eftir Ronaldo

    Bernd Schuster, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur staðfest að félagið vonast til þess fá Cristiano Ronaldo til félagsins næsta sumar, í síðasta lagi.

    Enski boltinn