Enski boltinn

Capello býst við erfiðum leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frá æfingu enska landsliðsins í dag.
Frá æfingu enska landsliðsins í dag.

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, varar við því að Hvíta Rússland sé sýnd veiði en ekki gefin. Þjóðirnar mætast í undankeppni HM annað kvöld.

England nær fimm stiga forystu í riðlinum með sigri en Capello varar við vanmati. „Hvíta Rússland er mjög gott lið og þetta verður ekki auðveldur leikur. Þeir náðu jafntefli við Argentínu og Þýskalandi. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur," sagði Capello.

„Ég er búinn að ræða við leikmenn mína og segja þeim hve mikilvægt sé að vanmeta ekki þennan andstæðing okkar," sagði Capello en þetta verður síðasti landsleikur Englands í riðlinum á þessu ári.

„Við þurfum að bíða í sex mánuði eftir næsta leik. Ef við vinnum verður það mjög mikið gleðiefni því þá höfum við spilað fjóra leiki og fengið tólf stig. Sigurinn gegn Króatíu var sérstaklega sterkur og mjög mikilvægur fyrir sjálfstraustið," sagði Capello en hann telur leikinn gegn Hvíta Rússlandi ekki síður mikilvægan.

Enska landsliðið setur met með því að vinna á morgun en því hefur aldrei tekist að vinna fjóra fyrstu leiki sína í undankeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×