Sport

Um 1,5 milljarður kr. af skuldum Manchester United til sölu

Um 1,5 milljarður kr. af skuldum sem notaðar voru til kaupa á Manchester United eru nú til sölu. Þetta kemur fram á Bloomberg-fréttaveitunni.

Skuldirnar sem settar hafa verið til sölu eru hluti af stærri slíkum pakka sem fjárfestingarsjóður í Boston hefur sett á markaðinn.

Þegar Glazer-fjölskyldan keypti Manchester United árið 2005 var það að mestu gert með lánsfé sem síðan var tryggt með veðum í félaginu.

Kaupverðið var um 140 milljarðar kr. og skuldar Glazer-fjölskyldan enn stærstan hlutan af þeirri upphæð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×