Enski boltinn

West Ham að landa auglýsingasamningi?

Treyjur West Ham bera nú aðeins númer leikmanna
Treyjur West Ham bera nú aðeins númer leikmanna NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Telegraph greinir frá því í dag að West Ham sé við það að landa nýjum auglýsingasamningi á treyjur liðsins í stað XL sem fór í þrot um daginn.

Samkvæmt heimildum blaðsins óska forráðamenn West Ham eftir því að fá að minnsta kosti 4 milljónir punda eða meira fyrir samninginn, en sagt er að samningurinn við XL hafi verið upp á 4 milljónir.

Bresku blöðin hafa gert því skóna undanfarið að Björgólfur Guðmundsson sé að íhuga að selja félagið, en forráðamenn West Ham undirstrika að félagið standi vel og að ekki komi til greina að selja það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×