Enski boltinn

Torres missir af næstu þremur leikjum

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hefur staðfest að Fernando Torres muni ekki leika með liði sínu í næstu þremur leikjum vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Spánverja og Belga í gær.

Ekkert verður því af því að Torres mæti sínum gömlu félögum í Atletico í Meistaradeildinni og útlit fyrir að hann missi ef leikjum gegn Wigan og Chelsea í úrvalsdeildinni.

Staðfest hefur verið að meiðsli Spánverjans voru í aftanverðu læri, en þetta eru sömu meiðsli og héldu honum frá keppni í þrjár vikur fyrr á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×