Fótbolti

Basile segir af sér

Alfio Basile
Alfio Basile AFP

Alfio Basile, landsliðsþjálfari Argentínu í knattspyrnu, hefur sagt af sér eftir að liðið tapaði 1-0 fyrir Chile í undankeppni HM á miðvikudagskvöldið.

Þetta er í annað skipti sem Basile lætur af störfum hjá landsliðinu en hann stýrði því á HM 1994. Hann hafði verið við störf síðan árið 2006.

Talið er að Sergio Batista sé einna líklegastur til að taka við liðinu af Basile, en sá varð heimsmeistari með Argentínumönnum sem leikmaður árið 1986. Einnig hafa Diego Simeone og Miguel Angel Russo verið nefndir til sögunnar, en þeir þjálfa River Plate og San Lorenso.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×