Enski boltinn

Moyes framlengir við Everton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Moyes hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Everton.
Moyes hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Everton.

Knattspyrnustjórinn David Moyes hefur eytt öllum vafa um framtíð sína með því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Everton. Moyes er 45 ára og hefur verið við stjórn hjá Everton síðan í mars 2002.

Everton hefur gengið illa í byrjun tímabils og er sem stendur í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Moyes viðurkennir að óvissan um framtíð sína gæti hafa haft slæm áhrif á leikmannahópinn.

„Ég tel að það hafi verið framfarir hjá Everton á þessum sex árum sem ég hef verið með liðið. Ég vona að framfarirnar muni halda áfram á næstu fimm," sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×