Enski boltinn

Owen meiddur á nára

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Newcastle óttast að fyrirliðinn Michael Owen gæti misst úr allt að mánuð með liðinu vegna nárameiðsla. Owen meiddist á æfingu í gær og beðið er eftir niðurstöðu myndatöku.

Owen hefur skorað fimm mörk í átta leikjum fyrir Newcastle í vetur, en liðinu hefur reyndar ekki gengið vel í deildinni.

"Það eru helmingslíkur á að hann spili gegn Manchester City á mánudaginn. Það á eftir að koma í ljós eftir myndatöku hversu alvarleg meiðslin eru, en ég óttast að hann gæti misst úr mánuð ef allt fer á versta veg," sagði Joe Kinnear stjóri Newcastle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×