Enski boltinn

Santa Cruz hefur áhuga á að fara til Man City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Roque Santa Cruz vill fara til Mark Hughes og Robinho hjá Manchester City. NordicPhotos/Getty Images
Roque Santa Cruz vill fara til Mark Hughes og Robinho hjá Manchester City. NordicPhotos/Getty Images

Roque Santa Cruz, sóknarmaður Blackburn hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að ganga til liðs við Manchester City. Mark Hughes, núverandi stjóri City, fékk Cruz til liðs við Blackburn þegar hann hélt um stjórnartaumana á Ewood Park.

„Ég mun halda áfram að gera mitt besta hjá Blackburn en ef stjóri Manchester City hefur áhuga á því að fá mig, þá væri ég til í að ganga til liðs við félagið. Ég hef mikinn áhuga á því að leika með Robinho. Hann er frábær leikmaður," sagði Santa Cruz.

„Manchester City er með fjárhagslega sterka aðila á bak við sig og er að gera sig tilbúið til að berjast um stóra titla. Ég er mjög ánægður hjá Blackburn en tilhugsunin um að spila fyrir lið sem leikur um stóra titla er heillandi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×