Enski boltinn

Milan að bjóða í Agger?

NordicPhotos/GettyImages

Ítalska blaðið Il Corriere Dello Sport heldur því fram í dag að AC Milan sé ákveðið í að kaupa danska varnarmanninn Daniel Agger af Liverpool.

Blaðið segir að Milan muni senda franska miðjumanninn Yoann Gourcuff til Liverpool til að ná kaupunum í gegn.

Hinn 24 ára gamli Agger hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool og segir ítalska blaðið að litið sé á hann sem eftirmann Alessandro Nesta í vörninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×