Enski boltinn

Torres meiddist í gær

NordicPhotos/GettyImages

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool þurfti að fara af velli snemma leiks í gær þegar Spánverjar lögðu Belga í undankeppni HM.

Torres meiddist á læri og þó meiðsli hans séu ekki talin alvarleg, þykir ljóst að hann muni líklega missa af leik Liverpool gegn Wigan um helgina.

Þá óttast menn að hann gæti misst af leik Liverpool gegn gamla liðinu hans Atletico Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×