Enski boltinn

Walcott hafði engan áhuga á fótbolta

Theo Walcott vakti mikla athygli hjá Southampton og var keyptur þaðan til Arsenal
Theo Walcott vakti mikla athygli hjá Southampton og var keyptur þaðan til Arsenal NordicPhotos/GettyImages

Undrabarnið Theo Walcott hjá Arsenal og enska landsliðinu vissi varla hvað fótbolti var fyrr en hann var tíu ára gamall.

Í samtali við Times segir þessi 19 ára gamli leikmaður að hann hafi verið í frjálsum íþróttum framan af aldri og lítið hugsað um fótbolta.

"Það er skrítið að hugsa til þess að ég hafði lítinn áhuga á fótbolta þegar ég var yngri. Ég var alltaf í frjálsum íþróttum líkt og 100 metra hlaupi og vissi varla hvað fótbolti var," sagði Walcott, sem sló í gegn með enska landsliðinu þegar hann skoraði þrennu gegn Króötum í haust.

"Þegar ég byrjaði loksins í fótbolta, var ég alltaf í marki. Það var af því mér fannst svo gaman að horfa á vítakeppnir. Mig langaði að vera hetja eins og markverðirnir í vítakeppnunum," sagði Walcott.

Hann var ekki lengi að láta til sín taka í markaskorun þegar hann fór að spila í framlínunni. "Ég skoraði meira en 100 mörk með AFC Newbury þar sem boltanum var alltaf sparkað langt fram á mig. Ég skoraði sex mörk í fyrsta leiknum mínum," sagði pilturinn.

Hann segir sig ekki hafa grunað hvert stefndi þegar hann fékk tilboð um að æfa með Southampton á sínum tíma.

"Ég var vissulega spenntur þegar Southampton sýndi mér áhuga, en ég hugsaði aldrei með mér að ég ætti eftir að verða atvinnumaður. Ég hafi barra gaman af að spila og mig grunaði ekki að ég ætti eftir að ná hingað," sagði Walcott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×