Austurríki

Austurríki

Fréttamynd

Átta látnir á einum degi vegna snjó­flóða

Eftir linnulausa ofankomu í austurrísku Ölpunum síðustu vikuna féll í gær fjöldi snjóflóða og hafa átta manns látið þar lífið. Síðdegis í gær hreif snjóflóð þrjá tékkneska skíðamenn í Murtal-héraði í Steiermark. Þeir fundust síðar látnir.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Spá Ís­rael sigri marga mánuði fram í tímann

Veðbankar telja Ísrael sigurstranglegasta ríkið í Eurovision í ár þegar enn eru fjórir mánuðir í keppnin fari fram. Sigursælustu þjóðirnar eru þó skammt undan. Einungis tvö ríki eru búin að tilkynna hvert framlag þeirra er. 

Lífið
Fréttamynd

Draumur að skipu­leggja kvenna­verk­fall í Þýska­landi

Konur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss skipuleggja nú kvennaverkfall að fyrirmynd þess íslenska. Margrét Rún Guðmundsdóttir, kosningastýra Kvennalistans þáverandi og kvikmyndagerðarkona, er heiðurforseti skipulagsteymisins í Þýsklandi. Adrienne Goehler, ein skipuleggjenda, segir markmið skipuleggjenda að alheimsverkfall fari fram þann 9. mars. Hún segir þegar skipulagshópa víða um heim og auglýsir eftir einum á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Austur­ríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison

Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með.

Erlent
Fréttamynd

Breyta merki Euro­vision

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa ráðist í talsverðar breytingar á merki og ásýnd Eurovision í tengslum við sjötíu ára afmæli söngvakeppninnar á næsta ári. Á miðvikudag verður tilkynnt í hvaða austurrísku borg næsta keppni fer fram. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þriggja daga þjóðar­sorg í Austur­ríki

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Austurríki og mínútuþögn verður um allt landið klukkan tíu að staðartíma í dag í minningu um fórnarlömb skotárásar í framhaldsskóla í borginni Graz í gær.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingur í Graz: „Brotna niður við að hugsa um þessa for­eldra“

Íslensk kona búsett í Graz segir borgina alla í áfalli eftir atburði dagsins en ellefu eru látnir og tugir særðir eftir skotárás á menntaskóla í borginni í morgun. Sjálf á hún tvö börn sem ganga í aðra menntaskóla í borginni. Hún segir árásina ýfa upp gömul sár en tíu ár eru síðan þrír létust í annarri árás í Graz. 

Erlent
Fréttamynd

Hnekkti dómi fyrr­verandi kanslara fyrir mein­særi

Áfrýjunardómstóll í Vínarborg sýknaði Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, af ákæru um meinsæri og sneri þannig við dómi neðra dómstigs. Miklar vangaveltur eru um hvort að Kurz gæti nú átt afturkvæmt í austurrísk stjórnmál eftir að spillingarmál leiddi til afsagnar hans árið 2021.

Erlent
Fréttamynd

Sigur­vegarinn vill banna Ísrael

Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 

Lífið
Fréttamynd

Ein óvæntustu úr­slit Euro­vision-sögunnar

Að loknu dramatísku Eurovision kvöldi í Basel er margt sem fólk klórar sér í kollinum yfir. Austurríkismaðurinn JJ stóð óvænt uppi sem sigurvegari með lagi sínu Wasted Love. Veðbankar töldu allar líkur á sigri Svía sem komust ekki í topp þrjú. Fréttamaður hefur fylgst grannt með Eurovision síðustu ár, og getur með sanni sagt að heildarúrslitin hafi verið ein þau óvæntustu í sögunni.

Lífið
Fréttamynd

Austur­ríki sigur­vegari Euro­vision 2025

Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum.

Lífið
Fréttamynd

Mynduðu stjórn án stærsta flokksins

Leiðtogar þriggja miðjuflokka í Austurríki hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, fimm mánuðum eftir þingkosningar fóru fram í landinu. Frelsisflokkurinn, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum og hlaut flest atkvæði í kosningunum, stendur utan nýrrar stjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn í Austur­ríki sagður tengjast Íslamska ríkinu

Yfirvöld í Austurríki segja að maðurinn sem stakk fólk af handahófi í bænum Villach í gær hafi tengingar við Íslamska ríkið eða önnur hryðjuverkasamtök, sem hann mun hafa lýst yfir hollustu við fyrir árásina. Fjórtán ára drengur lét lífið og fimm aðrir voru særðir áður en árásin var stöðvuð og maðurinn handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Líkurnar á að öf­ga­hægrimaður verði kanslari fara vaxandi

Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum.

Erlent