Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 11:00 Marko Arnautovic var tárvotur eftir að hann sló metið en Toni Polster er ekki búinn að gefast upp þótt að hann sé löngu hættur að spila. Getty/ Guenther Iby/Tobias Heyer Marko Arnautovic varð á föstudagskvöldið markahæsti leikmaður austurríska fótboltalandsliðsins frá upphafi en sá sem átti markametið áður var ekki alltof hrifinn og ætlar að leita réttar síns fyrir dómstólum. Arnautovic náði metinu með því að skora fjögur mörk í 10-0 sigri Austurríkis á San Marínó í undankeppni HM. Arnautovic er þar með kominn með 45 mörk í 128 landsleikjum fyrir Austurríki. Metið var áður í eigu Toni Polster sem hefur átt metið í næstum því þrjá áratugi. Polster skoraði 44 mörk í 95 landsleikjum frá 1982 til 2000. Goðsögnin óskaði vissulega arftaka sínum til hamingju en gagnrýndi andstæðinginn San Marínó harðlega eftir fernuna hans Arnautovic. Kicker fjallar um þetta óvenjulega mál. Hinn 61 árs gamli Polster sagðist í viðtali við ORF vera ánægður fyrir hönd arftaka síns: „Hjartanlega til hamingju. Ég óska honum alls hins besta og vona að mörg fleiri mörk fylgi,“ en Polster reyndi strax að setja hlutina í samhengi: „Marko hefur spilað mun fleiri landsleiki,“ sagði Polster sem er rétt. Arnautovic hefur spilað 33 fleiri landsleiki. Frammistaða andstæðinga Austurríkis í þessum leik sem metið féll virtist heldur ekki hafa fallið Polster sérstaklega vel í geð. „Þetta er ekki landslið, þetta er úrval pítsabakara. Ég held að svona slæmt landslið hafi ekki verið til á mínum tíma,“ sagði Polster um San Marínó. Polster er samt ekki búinn að gefast upp og ætlar að reyna að endurheimta metið sitt í réttarsalnum. Þrátt fyrir að Polster hafi misst langtímamet sitt ætlar hann að halda áfram að berjast fyrir þremur af landsliðsmörkum sínum sem ekki eru opinberlega viðurkennd. Hann skoraði þessi þrjú mörk í leikjum árið 1984 en leikirnir voru ekki skráðir sem óopinberir landsleikir. Polster er ekki sáttur við það og vill fá þessi mörk tekin gild. Þá væri hann kominn með 47 mörk og ætti aftur markametið. View this post on Instagram A post shared by The Other Bundesliga Podcast (@theotherbundesliga) Austurríki HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Sjá meira
Arnautovic náði metinu með því að skora fjögur mörk í 10-0 sigri Austurríkis á San Marínó í undankeppni HM. Arnautovic er þar með kominn með 45 mörk í 128 landsleikjum fyrir Austurríki. Metið var áður í eigu Toni Polster sem hefur átt metið í næstum því þrjá áratugi. Polster skoraði 44 mörk í 95 landsleikjum frá 1982 til 2000. Goðsögnin óskaði vissulega arftaka sínum til hamingju en gagnrýndi andstæðinginn San Marínó harðlega eftir fernuna hans Arnautovic. Kicker fjallar um þetta óvenjulega mál. Hinn 61 árs gamli Polster sagðist í viðtali við ORF vera ánægður fyrir hönd arftaka síns: „Hjartanlega til hamingju. Ég óska honum alls hins besta og vona að mörg fleiri mörk fylgi,“ en Polster reyndi strax að setja hlutina í samhengi: „Marko hefur spilað mun fleiri landsleiki,“ sagði Polster sem er rétt. Arnautovic hefur spilað 33 fleiri landsleiki. Frammistaða andstæðinga Austurríkis í þessum leik sem metið féll virtist heldur ekki hafa fallið Polster sérstaklega vel í geð. „Þetta er ekki landslið, þetta er úrval pítsabakara. Ég held að svona slæmt landslið hafi ekki verið til á mínum tíma,“ sagði Polster um San Marínó. Polster er samt ekki búinn að gefast upp og ætlar að reyna að endurheimta metið sitt í réttarsalnum. Þrátt fyrir að Polster hafi misst langtímamet sitt ætlar hann að halda áfram að berjast fyrir þremur af landsliðsmörkum sínum sem ekki eru opinberlega viðurkennd. Hann skoraði þessi þrjú mörk í leikjum árið 1984 en leikirnir voru ekki skráðir sem óopinberir landsleikir. Polster er ekki sáttur við það og vill fá þessi mörk tekin gild. Þá væri hann kominn með 47 mörk og ætti aftur markametið. View this post on Instagram A post shared by The Other Bundesliga Podcast (@theotherbundesliga)
Austurríki HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu