Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Valur Páll Eiríksson skrifar 8. maí 2025 10:31 Markus Mahr var illa útleikinn eftir brotið og þurfti að fara beint í aðgerð. Skjáskot/Facebook Króatinn Ivan Horvat, leikmaður Alpla Hard í Austurríki, hefur verið dæmdur í fordæmalaust bann vegna grófs brots sem átti sér stað í leik við Bregenz á dögunum. Bannið er til 26 mánaða. Horvat leikur sem vinstri skytta og er lærisveinn Hannesar Jóns Jónssonar hjá austurríska liðinu og liðsfélagi Tuma Steins Rúnarssonar. Brotið átti sér stað í leik við Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku deildarinnar en Bregenz vann einvígið og fór áfram í undanúrslit. Horvat mætti Markusi Mahr, austurrískum landsliðsmanni í liði Bregenz, af slíkri hörku að hann hlaut opið beinbrot og blóð fossaðist um parketið. Mahr var fluttur beint á spítala þar sem hann fór í aðgerð þar sem nefið var brotið á nokkrum stöðum. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.Carsten Harz/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Horvat fékk að launum bæði rautt og blátt spjald en að jafnaði fást einn til þrír leikir í bann þegar bláu spjaldi er veifað. Í skýrslu sem Bregenz skilaði inn til austurríska handknattleikssambandsins segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem leikmaður liðsins verði fyrir barðinu á Króatanum. Hann hafi rotað Lukas Frühstück með höfuðhöggi í leik árið 2020. „Skoðun okkar er skýr. Svona lagað má aldrei eiga sér stað aftur,“ segir í yfirlýsingu frá Bregenz. View this post on Instagram A post shared by ORF Sport (@orfsport) Horvat var dæmdur í bann út keppnistímabilið 2026-27, í 26 mánaða bann vegna brotsins, sem óháð dómnefnd skipuð af austurríska handknattleikssambandinu segir í rökstuðningi sínum vera vegna alvarleika og afleiðinga brotsins. „Brot Ivan Horvat vera sérlega óíþróttamannslegt sem leiddi til alvarlegra meiðsla,“ segir í rökstuðningi 26 mánaða bannsins. Vægasta refsing fyrir slíkt brot er átta leikir en hin strangasta fjögurra ára bann. Horvat mun ekki spila handbolta um hríð, í það minnsta ekki í Evrópu. Hann getur þó áfrýjað dómnum.Eva Manhart/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Fáheyrt er að handknattleiksmenn séu dæmdir í svo löng bönn, og þá helst fyrir brot á lyfjareglum, en ekki fyrir brot innan vallar. Horvat getur áfrýjað dómnum sem gildir aðeins innan keppna í Austurríki. Handbolti Austurríki Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Horvat leikur sem vinstri skytta og er lærisveinn Hannesar Jóns Jónssonar hjá austurríska liðinu og liðsfélagi Tuma Steins Rúnarssonar. Brotið átti sér stað í leik við Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku deildarinnar en Bregenz vann einvígið og fór áfram í undanúrslit. Horvat mætti Markusi Mahr, austurrískum landsliðsmanni í liði Bregenz, af slíkri hörku að hann hlaut opið beinbrot og blóð fossaðist um parketið. Mahr var fluttur beint á spítala þar sem hann fór í aðgerð þar sem nefið var brotið á nokkrum stöðum. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.Carsten Harz/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Horvat fékk að launum bæði rautt og blátt spjald en að jafnaði fást einn til þrír leikir í bann þegar bláu spjaldi er veifað. Í skýrslu sem Bregenz skilaði inn til austurríska handknattleikssambandsins segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem leikmaður liðsins verði fyrir barðinu á Króatanum. Hann hafi rotað Lukas Frühstück með höfuðhöggi í leik árið 2020. „Skoðun okkar er skýr. Svona lagað má aldrei eiga sér stað aftur,“ segir í yfirlýsingu frá Bregenz. View this post on Instagram A post shared by ORF Sport (@orfsport) Horvat var dæmdur í bann út keppnistímabilið 2026-27, í 26 mánaða bann vegna brotsins, sem óháð dómnefnd skipuð af austurríska handknattleikssambandinu segir í rökstuðningi sínum vera vegna alvarleika og afleiðinga brotsins. „Brot Ivan Horvat vera sérlega óíþróttamannslegt sem leiddi til alvarlegra meiðsla,“ segir í rökstuðningi 26 mánaða bannsins. Vægasta refsing fyrir slíkt brot er átta leikir en hin strangasta fjögurra ára bann. Horvat mun ekki spila handbolta um hríð, í það minnsta ekki í Evrópu. Hann getur þó áfrýjað dómnum.Eva Manhart/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Fáheyrt er að handknattleiksmenn séu dæmdir í svo löng bönn, og þá helst fyrir brot á lyfjareglum, en ekki fyrir brot innan vallar. Horvat getur áfrýjað dómnum sem gildir aðeins innan keppna í Austurríki.
Handbolti Austurríki Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira