Fleiri fréttir

Vettvangur fyrir hugmyndir

Nýsköpunarhádegi verður haldið í Bíói Paradís í dag. Skipuleggjendur vilja velta upp af hverju hallar á konur í nýsköpunarkeppni Gulleggsins. Markmiðið er þó fyrst og fremst að hvetja alla til þess að vera ekki hræddir við að hrind

Kvikmyndin Everest halaði mest inn á árinu

Everest var vinsælasta kvikmynd landsins með rúmar 89 milljónir í tekjur árið 2015 samkvæmt tölum frá félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Star Wars: The Force Awakens var í öðru sæti með tæpar 80 milljónir í tekjur, þótt hún hafi ekki verið frumsýnd fyrr en 18. desember síðastliðinn. Fyrsti sýningardagur kvikmyndarinnar var jafnframt sá tekjuhæsti í íslenskri kvikmyndasögu og var hún þá sýnd allan sólarhringinn. Myndirnar raða sér á lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndir á Íslandi frá upphafi mælinga.

N1 harmar ummæli forstjóra Samkeppniseftirlitsins

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, telur að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hafi, án nokkurra raka, vænt N1 um ólögmæta viðskiptahætti í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær.

Aflaverðmætið jókst um 24% hjá Síldarvinnslunni

Aflaverðmæti skipa Síldarvinnslunnar og dótturfélaga hennar jókst um 23,8 prósent á milli áranna 2014 og 2015 en aflinn jókst um 35 prósent í tonnum talið og ræður þar aflaaukning uppsjávarskipa langmestu, segir í tilkynningu.

Efnað fólk sem stenst greiðslumat fær áhættusöm gengislán

Verði frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um erlend lán að lögum mun aðeins efnað fólk sem stenst greiðslumat eiga kost á slíkum lánum. Fjármálakerfið í heild sinni og þar með allur almenningur ber hins vegar áhættuna af lánveitingunum.

Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum

Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum.

Átta þúsund ný störf á næstu tveimur árum

Búist er við því að atvinnuleysi muni dragast saman um þriðjung á næstu tveimur árum og allt að átta þúsund ný störf verði til samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar. Í flestum tilvikum er um að ræða ófaglærð störf en spáð er minni aukningu á störfum fyrir háskólamenntaða.

Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóðanna rýmkaðar verulega

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að veita lífeyrissjóðum sem hafa starfsleyfi, ásamt örðum innlendum vörsluaðilum séreignarsparnaðar, heimild til fjárfestingar í fjármálagerningum fyrir 20 milljarða króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Jónmundur til GAMMA

Jónmundur Guðmarsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA. Hann verður einn fjögurra framkvæmdastjóra félagsins og mun stýra sviði sölu og viðskiptaþróunar á Íslandi og á erlendum mörkuðum.

Fylgni markaða á eftir að aukast

Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu.

Slitnaði upp úr álversdeilunni í nótt

Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika.

Lækkanir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa allra skráðra félaga í Kauphöllinni, nema Eikar, hafa lækkað í morgun.

Bjórinn fer í lægra skattþrep

Bjór færist með öðru áfengi úr efra þrepi virðisaukaskatts í það neðra eftir leiðréttingu tollstjóra í gær á tilkynningu sinni frá því á Þorláksmessu um áramótabreytingar á aðflutningsgjöldum.

Hjallastefnan tapaði 187 milljónum

Hjallastefnan tapaði 187 milljónum króna á síðasta skólaári sem er talsverð breyting frá skólaárinu 2013-2014 þegar félagið hagnaðist um 42 milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir