Fylgni markaða á eftir að aukast Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. janúar 2016 20:00 Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu. Sjálfvirkt lokunarkerfi kínverska hlutabréfamarkaðarins var virkjað í morgun og kauphöllum landsins lokað tæplega þrjátíu mínútum eftir opnun. Þessi öryggisráðstöfun virkjast þegar hlutabréf falla um sjö prósent og á að koma í veg fyrir óðagot á markaði, en virðist þó hafa haft þveröfug áhrif. Úrræðið var tekið úr gildi síðdegis. Mikil óvissa ríkir meðal fjárfesta í Kína eftir að kínverski seðlabankinn hóf markvisst að veikja gjaldmiðil landsins, yuan-ið. Bankinn hefur nú fellt gengi gjaldmiðilsins átta daga í röð. Titringur á Kína-markaði hafði víðtæk áhrif og í morgun féllu markaðir í Evrópu um þrjú prósent. Talið er að þessi óstöðugleiki hafi náð hingað til lands þar sem gengi hlutabréfa flestra skráðra félaga lækkuðu í Kauphöllinnni. „Það er talað um að Kína hafi haft sín áhrif á lækkanir í dag en það er ekki hægt að slá því á föstu. Mikil hækkun átti sér stað á mörkuðum á Íslandi í gær sem gæti hafa verið að leiðréttast í dag,“ segir Ragnar Benediktsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá IFS. Á sama tímabili og tap á kínverskum mörkuðum hefur sjaldan verið meira hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað verulega og hefur í raun ekki verið lægra í ellefu ár. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef að markaðir í Kína halda áfram að lækka örlítið. Það þarf svo lítið til að koma af stað hjarðhegðun á þessum markaði,“ segir Ragnar. „80% af þeim eru á markaði í Kína eru einstaklingar og markaðurinn er drifinn af ótta og ótti veldur lækkunum. Þegar einn byrjar að selja þá kemur það af stað óðagoti hjá öðrum og aðrir byrja að selja og það vill enginn vera læstur inni í þessum sjö prósentum sem boðar lokun markaða á hverjum degi.“ Ragnar bendir á að staðan á kínverska markaðinum hafi verið verri í ágúst síðastliðnum. „Og markaðurinn á Íslandi hækkaði eftir það. Fylgni markaða er að aukast ár frá ári og við megum búast við því að fylgni íslenska markaðarins, sem hefur ekki verið mikil, mun væntanlega aukast með losun gjaldeyrishafta,“ segir Ragnar. Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu. Sjálfvirkt lokunarkerfi kínverska hlutabréfamarkaðarins var virkjað í morgun og kauphöllum landsins lokað tæplega þrjátíu mínútum eftir opnun. Þessi öryggisráðstöfun virkjast þegar hlutabréf falla um sjö prósent og á að koma í veg fyrir óðagot á markaði, en virðist þó hafa haft þveröfug áhrif. Úrræðið var tekið úr gildi síðdegis. Mikil óvissa ríkir meðal fjárfesta í Kína eftir að kínverski seðlabankinn hóf markvisst að veikja gjaldmiðil landsins, yuan-ið. Bankinn hefur nú fellt gengi gjaldmiðilsins átta daga í röð. Titringur á Kína-markaði hafði víðtæk áhrif og í morgun féllu markaðir í Evrópu um þrjú prósent. Talið er að þessi óstöðugleiki hafi náð hingað til lands þar sem gengi hlutabréfa flestra skráðra félaga lækkuðu í Kauphöllinnni. „Það er talað um að Kína hafi haft sín áhrif á lækkanir í dag en það er ekki hægt að slá því á föstu. Mikil hækkun átti sér stað á mörkuðum á Íslandi í gær sem gæti hafa verið að leiðréttast í dag,“ segir Ragnar Benediktsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá IFS. Á sama tímabili og tap á kínverskum mörkuðum hefur sjaldan verið meira hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað verulega og hefur í raun ekki verið lægra í ellefu ár. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef að markaðir í Kína halda áfram að lækka örlítið. Það þarf svo lítið til að koma af stað hjarðhegðun á þessum markaði,“ segir Ragnar. „80% af þeim eru á markaði í Kína eru einstaklingar og markaðurinn er drifinn af ótta og ótti veldur lækkunum. Þegar einn byrjar að selja þá kemur það af stað óðagoti hjá öðrum og aðrir byrja að selja og það vill enginn vera læstur inni í þessum sjö prósentum sem boðar lokun markaða á hverjum degi.“ Ragnar bendir á að staðan á kínverska markaðinum hafi verið verri í ágúst síðastliðnum. „Og markaðurinn á Íslandi hækkaði eftir það. Fylgni markaða er að aukast ár frá ári og við megum búast við því að fylgni íslenska markaðarins, sem hefur ekki verið mikil, mun væntanlega aukast með losun gjaldeyrishafta,“ segir Ragnar.
Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira