Fylgni markaða á eftir að aukast Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. janúar 2016 20:00 Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu. Sjálfvirkt lokunarkerfi kínverska hlutabréfamarkaðarins var virkjað í morgun og kauphöllum landsins lokað tæplega þrjátíu mínútum eftir opnun. Þessi öryggisráðstöfun virkjast þegar hlutabréf falla um sjö prósent og á að koma í veg fyrir óðagot á markaði, en virðist þó hafa haft þveröfug áhrif. Úrræðið var tekið úr gildi síðdegis. Mikil óvissa ríkir meðal fjárfesta í Kína eftir að kínverski seðlabankinn hóf markvisst að veikja gjaldmiðil landsins, yuan-ið. Bankinn hefur nú fellt gengi gjaldmiðilsins átta daga í röð. Titringur á Kína-markaði hafði víðtæk áhrif og í morgun féllu markaðir í Evrópu um þrjú prósent. Talið er að þessi óstöðugleiki hafi náð hingað til lands þar sem gengi hlutabréfa flestra skráðra félaga lækkuðu í Kauphöllinnni. „Það er talað um að Kína hafi haft sín áhrif á lækkanir í dag en það er ekki hægt að slá því á föstu. Mikil hækkun átti sér stað á mörkuðum á Íslandi í gær sem gæti hafa verið að leiðréttast í dag,“ segir Ragnar Benediktsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá IFS. Á sama tímabili og tap á kínverskum mörkuðum hefur sjaldan verið meira hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað verulega og hefur í raun ekki verið lægra í ellefu ár. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef að markaðir í Kína halda áfram að lækka örlítið. Það þarf svo lítið til að koma af stað hjarðhegðun á þessum markaði,“ segir Ragnar. „80% af þeim eru á markaði í Kína eru einstaklingar og markaðurinn er drifinn af ótta og ótti veldur lækkunum. Þegar einn byrjar að selja þá kemur það af stað óðagoti hjá öðrum og aðrir byrja að selja og það vill enginn vera læstur inni í þessum sjö prósentum sem boðar lokun markaða á hverjum degi.“ Ragnar bendir á að staðan á kínverska markaðinum hafi verið verri í ágúst síðastliðnum. „Og markaðurinn á Íslandi hækkaði eftir það. Fylgni markaða er að aukast ár frá ári og við megum búast við því að fylgni íslenska markaðarins, sem hefur ekki verið mikil, mun væntanlega aukast með losun gjaldeyrishafta,“ segir Ragnar. Mest lesið Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Sjá meira
Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu. Sjálfvirkt lokunarkerfi kínverska hlutabréfamarkaðarins var virkjað í morgun og kauphöllum landsins lokað tæplega þrjátíu mínútum eftir opnun. Þessi öryggisráðstöfun virkjast þegar hlutabréf falla um sjö prósent og á að koma í veg fyrir óðagot á markaði, en virðist þó hafa haft þveröfug áhrif. Úrræðið var tekið úr gildi síðdegis. Mikil óvissa ríkir meðal fjárfesta í Kína eftir að kínverski seðlabankinn hóf markvisst að veikja gjaldmiðil landsins, yuan-ið. Bankinn hefur nú fellt gengi gjaldmiðilsins átta daga í röð. Titringur á Kína-markaði hafði víðtæk áhrif og í morgun féllu markaðir í Evrópu um þrjú prósent. Talið er að þessi óstöðugleiki hafi náð hingað til lands þar sem gengi hlutabréfa flestra skráðra félaga lækkuðu í Kauphöllinnni. „Það er talað um að Kína hafi haft sín áhrif á lækkanir í dag en það er ekki hægt að slá því á föstu. Mikil hækkun átti sér stað á mörkuðum á Íslandi í gær sem gæti hafa verið að leiðréttast í dag,“ segir Ragnar Benediktsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá IFS. Á sama tímabili og tap á kínverskum mörkuðum hefur sjaldan verið meira hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað verulega og hefur í raun ekki verið lægra í ellefu ár. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef að markaðir í Kína halda áfram að lækka örlítið. Það þarf svo lítið til að koma af stað hjarðhegðun á þessum markaði,“ segir Ragnar. „80% af þeim eru á markaði í Kína eru einstaklingar og markaðurinn er drifinn af ótta og ótti veldur lækkunum. Þegar einn byrjar að selja þá kemur það af stað óðagoti hjá öðrum og aðrir byrja að selja og það vill enginn vera læstur inni í þessum sjö prósentum sem boðar lokun markaða á hverjum degi.“ Ragnar bendir á að staðan á kínverska markaðinum hafi verið verri í ágúst síðastliðnum. „Og markaðurinn á Íslandi hækkaði eftir það. Fylgni markaða er að aukast ár frá ári og við megum búast við því að fylgni íslenska markaðarins, sem hefur ekki verið mikil, mun væntanlega aukast með losun gjaldeyrishafta,“ segir Ragnar.
Mest lesið Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Sjá meira